Copy
2. tbl. 10. febrúar 2022

Ritið Lénið Ísland tilnefnt til viðurkenningar Hagþenkis

Rit Kristjönu Kristinsdóttur, Lénið Ísland. Valds­menn á Bessa­stöðum og skjala­safn þeirra á 16. og 17. öld, sem Þjóðskjalasafn Íslands gaf út í lok síðasta árs hefur verið tilnefnt til viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Ritið er er eitt af tíu sem tilnefnd eru en greint var frá þeim við hátíðleg athöfn í gær. Viðurkenningin verður svo veitt við um miðjan mars. Í umsögn dómnefndar sagði m.a. um rit Kristjönu: „Vandað og ít­ar­legt verk um stöðu Íslands sem léns í danska kon­ungs­rík­inu, byggt á um­fangs­mik­illi rann­sókn á frum­heim­ild­um.“
 
Nánari upplýsingar um ritið Lénið Ísland.
 
Frétt á vef Hagþenkis
 

Heimild mánaðarins

Deilt um eignarrétt á einni frægustu fréttaljósmynd Íslandssögunnar 

Í heimild febrúarmánaðar fjallar Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni, um deilur þeirra Finnboga Rúts Valdimarssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins og Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins vegna prentunar á einni af frægustu fréttaljósmynd Íslandssögunar. Ljósmyndina tók Finnbogi Rútur af líkum skipsverja í fjörunni  af franska rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas? sem fórst í aftakaveðri undan Mýrum í Borgarfirði föstudaginn 16. september 1936.
 
Heimild febrúarmánaðar.

Norrænir skjaladagar 2022

Skráning hafin

Skráning er hafin á Norræna skjaladaga 2022 sem fram fara í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 1-2. september nk. Skráning stendur yfir til 25. apríl. Norrænir skjaladagar er einn meginvettvangur norrænna skjalasafna og samstarfs norrænna þjóðskjalasafna. Ráðstefnan byggir á langri hefð og hefur verið haldin að jafnaði þriðja hvert ár frá 1935. Þetta er í 26 skipti sem hún fer fram og að þessu sinni bæði staðbundið og í gegnum vefinn. Þema ráðstefnunnar í ár er „Skjalasöfn og samfélagið“.

Sjá nánar á vef ráðstefnunnar.

Úr Orðabelg


Í Orðabelg – sögulegu hugtakasafni Þjóðskjalasafns Íslands er hægt að fræðast um einstök orð eða hugtök sem koma fyrir í sögulegum textum.
 
Fardagaár: Ár milli fardaga, reikningsár í landbúnaði, byggingarár jarða. Fardagar voru, þegar flutt var búferlum. Fyrrum voru fardagar fjórir dagar frá fimmtudegi í sjöundu viku sumars (maí-júní). Tilskipun árið 1847 miðar fardag við 6. júní.
 


https://ordabelgur.skjalasafn.is/
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2022 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.


This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · Laugavegur 162 · Reykjavik · Reykjavikurborg 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp