Copy
3. tbl. 10. maí 2023

Hálfsagðar sögur: Staðreyndir, sönnunargögn og leitin að sannleikanum

Vorráðstefna Þjóðskjalasafns 16. maí 2023

Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands verður haldin í fimmta skipti þann 16. maí nk. Að þessu sinni verður dagskrá vorráðstefnunnar með breyttu sniði sem byggist á því að einn aðalfyrirlestur verður fluttur og í framhaldinu munu tveir málshefjendur leggja út frá erindi aðalfyrirlesara. Í framhaldinu verða umræður um efnið. Aðalfyrirlesari vorráðstefnunnar er kanadíska fræðikonan Laura Millar sem hefur starfað sem ráðgjafi í nærri 40 ár á sviði skjala- og upplýsingastjórnunar, við kennslu og fræðslu og er höfundur fjölda bóka um skjalavörslu og skjalastjórn. Fyrirlestur Laura Millar á vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands kallast „Half-told Tales: Facts, Evidence, and the Search for Truth“. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og mun ráðstefnan öll fara fram á ensku. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Aðalsteinn Kjartansson, rannsóknarblaðamaður á Heimildinni munu svo bregðast við fyrirlestrinum með stuttum framsögum. Undir lokin verða umræður.
 
Nánari upplýsingar um vorráðstefnuna, Laura Millar og útdráttur úr erindi hennar má finna hér: https://skjalasafn.is/frettir/laura_millar_a_vorradstefnu_thjodskjalasafns
 
Upplýsingar um skráningu má finna hér: https://radgjof.skjalasafn.is/fraedsla/radstefnur/vorradstefna-thjodskjalasafns-islands-2023/

Þjóðskjalasafn í Samfélaginu

Útvarpsþátturinn Samfélagið á Rás 1 hefur undanfarnar vikur heimsótt Þjóðskjalasafn Íslands og fræðst um þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Þættina má alla nálgast á vef Ríkisútvarpsins en hér fyrir neðan má finna umfjöllun um Þjóðskjalasafn og viðtöl við starfsfólk þess:

Úr Orðabelg


Í Orðabelg – sögulegu hugtakasafni Þjóðskjalasafns Íslands er hægt að fræðast um einstök orð eða hugtök sem koma fyrir í sögulegum textum.

Demonstrera: færa sönnur á, leiða í ljós.

https://ordabelgur.skjalasafn.is/

 
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2023 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.


This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · Laugavegur 162 · Reykjavik · Reykjavikurborg 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp