Hálfsagðar sögur: Staðreyndir, sönnunargögn og leitin að sannleikanum
Vorráðstefna Þjóðskjalasafns 16. maí 2023
Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands verður haldin í fimmta skipti þann 16. maí nk. Að þessu sinni verður dagskrá vorráðstefnunnar með breyttu sniði sem byggist á því að einn aðalfyrirlestur verður fluttur og í framhaldinu munu tveir málshefjendur leggja út frá erindi aðalfyrirlesara. Í framhaldinu verða umræður um efnið. Aðalfyrirlesari vorráðstefnunnar er kanadíska fræðikonan Laura Millar sem hefur starfað sem ráðgjafi í nærri 40 ár á sviði skjala- og upplýsingastjórnunar, við kennslu og fræðslu og er höfundur fjölda bóka um skjalavörslu og skjalastjórn. Fyrirlestur Laura Millar á vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands kallast „Half-told Tales: Facts, Evidence, and the Search for Truth“. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og mun ráðstefnan öll fara fram á ensku. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Aðalsteinn Kjartansson, rannsóknarblaðamaður á Heimildinni munu svo bregðast við fyrirlestrinum með stuttum framsögum. Undir lokin verða umræður.
Útvarpsþátturinn Samfélagið á Rás 1 hefur undanfarnar vikur heimsótt Þjóðskjalasafn Íslands og fræðst um þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Þættina má alla nálgast á vef Ríkisútvarpsins en hér fyrir neðan má finna umfjöllun um Þjóðskjalasafn og viðtöl við starfsfólk þess: