Copy
1. tbl. 14. janúar 2022

Heimild mánaðarins

Í heimild janúarmánaðar fjallar Ólafur Valdimar Ómarsson, skjalavörður, um Dhoonstrandið við Látrabjarg 1947 og minnispunkta sýslumanns Barðstrendinga, Jóhanns Skaptasonar, sem fylgdist grannt með strandinu og björgunaraðgerðum. Hér er hægt að skoða heimild mánaðarins: https://skjalasafn.is/heimild.

Til skjalanna

Hlaðvarp Þjóðskjalasafns

Nýir þættir hafa birst í hlaðvarpi Þjóðskalasafns: Til skjalanna, frá því síðasta fréttabréf kom út. Þættirnir eru:
  • Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Rætt við Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur um nýútkomna bók hennar.
  • Lénið Ísland. Rætt við dr. Kristjönu Kristinsdóttur um doktorsrannsókn hennar og bók sem fjallar um skjalasafn lénsmanns á Bessastöðum á 16. og 17. öld. 
  • Jarðskjálftar á Þjóðskjalasafni Íslands. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur þáttarins sem fjallar um jarðskjálftamælingar á Íslandi og skönnun á gríðarlegu magni af jarðskjálftasíritum sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands.
Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Þjóðskjalasafns á vefnum: https://heimildir.is/til-skjalanna/ og á helstu hlaðvarpsveitum.

Yfir 9.000 einkaskjalasöfn á Einkaskjalasafn.is

Á vefnum Einkaskjalasafn.is eru birtar upplýsingar um einkaskjalasöfn, þ.e. skjalasöfn einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja, sem varðveitt eru hjá vörslustofnunum víða um landið. Á vefnum eru nú birtar upplýsingar um 9.273 einkaskjalasöfn sem varðveitt eru hjá 21 vörslustofnun. Stærst safn einkaskjalasafna á Íslandi er í Þjóðskjalasafni Íslands og á vefnum eru nú birtar upplýsingar um 2.333 einkaskjalasöfn sem varðveitt eru í safninu. Þar af eru 993 skjalasöfn fyrirtækja, 392 skjalasöfn félagasamtaka og 941 skjalasafn einstaklinga og fjölskyldna en sjö eru óskilgreind.
 
Vefurinn Einkaskjalasafn.is: http://einkaskjalasafn.is/

Úr Orðabelg


Í Orðabelg - sögulegu hugtakasafni Þjóðskjalasafns Íslands er hægt að fræðast um einstök orð sem koma fyrir í sögulegum textum, en einnig er þar að finna umfjöllun um stofnanir og einstaka sögulega atburði. Þar er til dæmis að finna umfjöllun um sérstakan skatt sem Friðrik V. konungur lagði á til að safna til heimanmundar vegna Lovísu dóttur sinnar árið 1749. Skattlagningunni var ekki fagnað á Íslandi.

https://ordabelgur.skjalasafn.is/kb/heimanfylgja-prinsessu/

 
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2022 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.


This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · Laugavegur 162 · Reykjavik · Reykjavikurborg 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp