Nýir þættir hafa birst í hlaðvarpi Þjóðskalasafns: Til skjalanna, frá því síðasta fréttabréf kom út. Þættirnir eru:
- Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Rætt við Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur um nýútkomna bók hennar.
- Lénið Ísland. Rætt við dr. Kristjönu Kristinsdóttur um doktorsrannsókn hennar og bók sem fjallar um skjalasafn lénsmanns á Bessastöðum á 16. og 17. öld.
- Jarðskjálftar á Þjóðskjalasafni Íslands. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur þáttarins sem fjallar um jarðskjálftamælingar á Íslandi og skönnun á gríðarlegu magni af jarðskjálftasíritum sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands.
|