Þjóðskjalasafn Íslands tekur þátt í Safnanótt sem fram fer 3. febrúar nk. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem Safnanótt er haldin í Reykjavík. Þema safnanætur í Þjóðskjalasafni að þessu sinni er „eldgos“ en í ár eru 240 ár frá því að Skaftáreldar hófust, 60 ár frá því að gos í Surtsey byrjaði og 50 ár frá eldgosinu í Heimaey. Sýndar verða heimildir úr safnkostinum um eldgos, fluttir fyrirlestrar um efnið og boðið upp á kynningu um Þjóðskjalasafn og helstu dýrgripi safnsins. Safnanótt í Þjóðskjalasafni fer fram í húsakynnum safnsins að Laugavegi 162 og hefst kl. 18:30 og lýkur kl. 22:30. Fyrirlestrar hefjast kl. 20 og sérstök kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á dýgripum verður kl. 19 og 21:45.
Dagskrá:
18:30
|
Húsið opnar
|
18:30-22:30
|
Hægt verður að skoða fjölbreytt skjöl sem tengjast eldgosum
|
19:00-19:30
|
Kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á völdum dýrgripum úr fórum safnsins. Hámarksfjöldi í hóp eru 20 manns og er skráning á staðnum
|
20:00-21:45 |
Fyrirlestrar: |
|
|
Eldgosið í Vestmannaeyjum 1973, fyrstu dagarnir |
|
|
|
Páll Zóphóníasson, byggingatæknifræðingur, fyrrverandi bæjartæknifræðingur og bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
|
|
|
„Uppsprettupyttir eldsins.“ Skýrslur um Mývatnselda 1724–1729 |
|
|
|
Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri heimildaútgáfu í Þjóðskjalasafni
|
|
|
Gleðilog og fagnaðarhróp: eldgos í 19. aldar ljóðlist |
|
|
|
Atli Antonsson, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands
|
|
|
Séra Jón Steingrímsson og hnattræn áhrif Skaftárelda |
|
|
|
Jón Kristinn Einarsson, sjálfstætt starfandi sagnfræðingur
|
21:45-22:15
|
Kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á völdum dýrgripum úr fórum safnsins. Hámarksfjöldi í hóp eru 20 manns og er skráning á staðnum |
|