Copy
1. tbl. 30. janúar 2023

Eldgos í Þjóðskjalasafni á Safnanótt

Þjóðskjalasafn Íslands tekur þátt í Safnanótt sem fram fer 3. febrúar nk. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem Safnanótt er haldin í Reykjavík. Þema safnanætur í Þjóðskjalasafni að þessu sinni er „eldgos“ en í ár eru 240 ár frá því að Skaftáreldar hófust, 60 ár frá því að gos í Surtsey byrjaði og 50 ár frá eldgosinu í Heimaey. Sýndar verða heimildir úr safnkostinum um eldgos, fluttir fyrirlestrar um efnið og boðið upp á kynningu um Þjóðskjalasafn og helstu dýrgripi safnsins. Safnanótt í Þjóðskjalasafni fer fram í húsakynnum safnsins að Laugavegi 162 og hefst kl. 18:30 og lýkur kl. 22:30. Fyrirlestrar hefjast kl. 20 og sérstök kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á dýgripum verður kl. 19 og 21:45.

Dagskrá:

18:30   
 
Húsið opnar
 
18:30-22:30 
  
Hægt verður að skoða fjölbreytt skjöl sem tengjast eldgosum
 
19:00-19:30

 
Kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á völdum dýrgripum úr fórum safnsins. Hámarksfjöldi í hóp eru 20 manns og er skráning á staðnum
 
20:00-21:45 Fyrirlestrar:
    Eldgosið í Vestmannaeyjum 1973,  fyrstu dagarnir
      Páll Zóphóníasson, byggingatæknifræðingur, fyrrverandi bæjartæknifræðingur og bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
 
    „Uppsprettupyttir eldsins.“ Skýrslur um Mývatnselda 1724–1729
      Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri heimildaútgáfu í Þjóðskjalasafni
 
    Gleðilog og fagnaðarhróp: eldgos í 19. aldar ljóðlist
      Atli Antonsson, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands
 
    Séra Jón Steingrímsson og hnattræn áhrif Skaftárelda
      Jón Kristinn Einarsson, sjálfstætt starfandi sagnfræðingur
 
21:45-22:15
 
Kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á völdum dýrgripum úr fórum safnsins. Hámarksfjöldi í hóp eru 20 manns og er skráning á staðnum
 

Heimild janúarmánaðar

Íslenska akuryrkjufélagið, Yfirréttur og Landsnefndin fyrri

Í heimild janúarmánaðar fjallar Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir um Íslenska akuryrkjufélagið, sem stofnað var árið 1770. Stofnun félagsins má rekja til þeirra framfarahugmynda sem voru ríkjandi sem sjá má í gögnum Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771. Hér má lesa heimild mánaðarins:
https://skjalasafn.is/heimild/2023-01

Úr Orðabelg


Í Orðabelg – sögulegu hugtakasafni Þjóðskjalasafns Íslands er hægt að fræðast um einstök orð eða hugtök sem koma fyrir í sögulegum textum.

Vulcan: Eldfjall, eldgos, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell A/2, bls. 154.


https://ordabelgur.skjalasafn.is/
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2023 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.






This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · Laugavegur 162 · Reykjavik · Reykjavikurborg 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp