Skólatækni, Moodle 2.3, 
táknmyndir og vel heppnað
námskeið í forritun

Fréttabréf 3f - júlí 2011

Hvernig væri að prufa Picmonkey?

Picmonkey er í senn vandað og skemmtilegt myndvinnsluforrit sem inniheldur fjöldann allan af verkfærum til að sýsla með myndir á alla hugsanlega vegu. Picmonkey er þar að auki einfalt í notkun þökk sé sérlega aðgengilegu notendaviðmóti og ekki sakar að það er ókeypis og þarfnast einungis nútíma vefskoðara til að virka. 

Smelltu hér til að kynna þér Picmonkey

--+--

Vel heppnað forritunarnámskeið fyrir kennara

Dagana 16. - 19. júlí sl. stóð Skema í samstarfi við 3f fyrir sumarnámskeiði fyrir kennara í forritun. Á námskeðinu fengu þátttakendur kennslu og innsýn í leikjaforritun í Alice 2.2 forritunarumhverfinu. Óhætt er að segja að námskeiðið var mjög vel heppnað og verður vonandi hægt að endurtaka leikinn í náinni framtíð.
--+--

Skólatækni

Skólatækni er vefur sem er hugsaður sem svæði þar sem kennarar geta komið og sótt hugmyndir til að nota upplýsingatækni í kennslu. Höfundur vefsins er Hjörvar Ingi Haraldsson, sem stundar nám í faggreinarkennslu í grunnskóla við kennaradeild HÍ. Markmiðið með vefnum er að koma nýjum hugmyndum á framværi sem kennarar geta síðan lagað að eigin kringumstæðum. Við hönnun vefsins var miðað við að gera hann í senn notendavænan og einfaldan.

Smelltu hér til að skoða vefinn Skólatækni

--+--

Járn dregið úr eldinum

Ragnar Þór Pétursson hefur undanfarna mánuði unnið að námsefni fyrir unglingastig sem hann kallar Hugsuðir - skapandi íslenskukennsla. Efnið er ætlað til einkanota en þannig úr garði gert að það getur orðið öðrum að gagni. Ragnar hefur skrifað fróðlega færslu á vefinn sinn Maurildi um efnið og tilurð þess. 

--+--


Moodle 2.3

Útgáfa 2.3 af Moodle námsstjórnunarkerfinu hefur litið dagsins ljós. Útgáfan boðar fjölmargar breytingar og mun á ýmsa vegu einfalda vinnu bæði kennara og nemenda í kerfinu. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti mun innleiða útgáfuna í haust og á þeim bænum er um þessar mundir unnið að smíði kennslu- og kynningarmyndskeiða sem nýtt verða við innleiðinguna. Nú þegar hafa fjögur myndskeið litið dagsins ljós og fleiri eru væntanleg. Myndskeiðin eru öllum opin hér á YouTube og eru ágæt leið til að kynna sér nýju útgáfuna.

--+--

Táknmyndir

Athygli kennara er vakin á tveimur notadrjúgum táknmyndasöfnum, Iconmonstr og NounProject, sem innihalda myndefni gefið út samkvæmt Creative Commons Attribution 3 leyfi sem þýðir að það má nota endurgjaldslaust í verkefnum. 

3f á Facebook
3f á Twitter