Fræðslufundur í febrúar
og ráðstefna í mars

Fréttabréf 3f - febrúar 2011

Fræðslufundur mánudaginn 20. febrúar

Mánudaginn 20. febrúar kl. 17 heldur 3f í samstarfi við Félag fagfólks á skólasöfnum fræðslufund í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Fundurinn er haldinn í tengslum við endurskoðun  aðalnámskrár námsgreina (námssviða) sem félögin vinna að sameiginlega. Í þeirri vinnu er verið að skoða menntagildi greinarinnar og megintilgang, kennsluaðferðir, hæfniviðmið, námsmat og önnur atriði er varða sérstöðu hverrar greinar/sviðs.

Á fundinum mun Þóra Björk Jónsdóttir kennsluráðgjafi halda fyrirlestur um leiðsagnarmat.  Að framsögu þeirra lokinni verður boðið upp á kaffi og umræður. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta.

--+--

Kallað eftir erindum á ráðstefnu 3f og HR

Stjórn Áhugasömum fræðimönnum, kennurum, námsefnishöfundum, útgefendum og öðrum sem hafa þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni í skólastarfi er boðið að halda erindi á árlegri ráðstefnu 3f. Í ár verður ráðstefnan haldin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Epli.is þann 16. mars nk. í húsnæði Háskólans í Reykjavík
 
Við óskum eftir 200 orða ágripi sem skal skila inn fyrir 1. mars. nk. Undirbúningsnefnd fer yfir tillögur eins fljótt og auðið er og hefur samband við áhugasama.
 

--+--

Margt smátt gerir eitt stórt

Föstudaginn 16. mars 2012 kl. 13 til 17 verður haldin ráðstefna 3f félags um upplýsingatækni og menntun  og Háskólans í Reykjavík. Ráðstefnan hefur fengið yfirheitið  Margt smátt gerir eitt stórt. Megin þema ráðstefnunnar verður upplýsingatækni í skólastarfi. Fjallað verður sérstaklega um þær breytingar sem eru að verða í skólastofunni með tilkomu smærri tækja  og tóla. Spáð er í framtíðina, munu verða miklar breytingar á kennsluháttum í nánustu framtíð, hver verða áhrifin á námsgagnagerð. Ráðstefnan er samvinnuverkefni 3f og Háskólans í Reykjavík. 

 

--+--

3f á Facebook og Twitter

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að líka við félagið á Facebook, enda er það kjörinn vettvangur til að miðla upplýsingum og skapa samræðu um málefni sem brenna á okkur.

3f á Facebook
3f á Twitter