Viltu vita meira?

Tveir áhugaverðir fræðslufundir

15. nóvember | Windows 8

3f í samstarfi við Microsoft og Nýherja bjóða kennurum að kynna sér hið nýtilkomna Windows 8 stýrikerfi. Kynningin verður haldin þann 15. nóvember nk. í húsnæði Nýherja að Borgartúni 37 og stendur frá 19:30 - 21:30. Boðið verður upp á léttar veitingar.

 
Vinsamlegast skráðu þig til þátttöku hér

--+--

22. nóvember | Microsoft Multipoint

Þann 22. nóvember nk. kynnum við Microsoft Multipoint lausnina í samstarfi við Nýherja og Hörðuvallaskóla í Kópavogi.
 
Multipoint lækkar rekstrarkostnað skóla vegna tölvukerfa með því að hagnýta ódýrar sýndarútstöðvar sem eru allar tengdar einni tölvu. 
 
Kynningin verður haldin í Hörðuvallaskóla og hefst stundvíslega kl. 19:30. Aðili frá Nýherja verður á staðnum ásamt kennara frá skólanum. Nú er um að gera að mæta á staðinn og komast að því hvort þessi lausn henti í þínum skóla. 
 

--+--

3f á Facebook og Twitter

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að líka við félagið á Facebook, enda er það kjörinn vettvangur til að miðla upplýsingum og skapa samræðu um málefni sem brenna á okkur.

3f á Facebook
3f á Twitter