Styrkir, Stallman, 
frjálsi dagurinn og
meira og meira

Fréttabréf 3f - október 2012

Styrkir til þróunar á rafrænu náms- og kennsluefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunar á rafrænu náms- og kennsluefni á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi. Styrkirnir eru veittir í tengslum við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Umsóknarfrestur er til 30 .nóvember 2012.

Frekari upplýsingar á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins

--+--

Frjálsi dagurinn verður 14. nóvember

Frjálsi dagurinn verður 14. nóvember og vinnustofur 15. nóvember í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Grundarfirði. Dagskráin byggir á kynningum á þeim verkefnum sem skólarnir eru að vinna varðandi innleiðingu á frjálsum og opnum hugbúnaði. Boðið verður upp á styrk í ferðir, gistingu og veitingar. Nánari upplýsingar síðar.

--+--

Á döfinni hjá 3f

Það er ýmislegt á döfinni hjá 3f þessa síðustu mánuði ársins líkt og endranær. Í nóvember er ætlunin að bjóða kennurum í heimsókn í Hörðuvallaskóla að skoða sýndarútstöðvar sem skólinn hefur sett upp í samstarfi við Nýherja. Einnig er stefnt að kynningarkvöldi um Lego Mindstorms sem   býður upp á mjög spennandi möguleika í skólastarfi. Leikskólakennurum ætlum við að bjóða upp á fræðslukvöld um spjaldtölvur. Loks verður kennurum boðið á veglega Windows 8 kynningu í samstarfi við Microsoft. Allt verður þetta auglýst nánar þannig að það er um að gera að fylgjast með á vef 3f (www.3f.is) og á Facebook síðu félagsins.


--+--

Vefsmíðar og vefumsjón

Vefsmíðar og vefumsjón er samstarfsvettvangur á Facebook fyrir skólafólk á öllum skólastigum sem vinnur að vefsmíðum eða hefur umsjón með vefjum sem tengjast skólastarfi. Hér er hægt að leita með ábendingar og athugasemdir, sækja hollráð og aðstoð.

--+--

Staða menntunar innan tæknigreina

Rakel Sölvadóttir hjá Skema og Stefanía Karlsdóttir hjá Matorku fluttu nýlega erindi um stöðu menntunar innan tæknigreina og veltu fyrir sér mögulegum ástæðum auk þess að koma með tillögur að aðgerðum.

Upptaka af erindi Rakelar og Stefaníu

--+--

Upplýsingatækni og umhverfisvernd

Fyrirtækið Samvil ehf. tekur þátt í Grundtvig Evrópuverkefni sem heitir "Menntunverður græn" (e. Education goes green) og leitar nú að kennurum sem hafa áhuga á því að taka þátt í tilraunaverkefni.
 

Lestu meira á vef 3f

--+--

Háskóli Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra við Menntamiðju

Menntavísindasvið Háskóla Íslands auglýsir eftir verkefnisstjóra til að starfa við MenntaMiðju sem er samráðsvettvangur, að verulegu leyti rafrænn, um skóla- og frístundastarf (www.menntamidja.is). Viðkomandi tekur þátt í að móta starfið í samstarfi við samráðshóp um MenntaMiðju og verkefnisstjóra rafrænna torga. Starfið er tvískipt og felst m.a. í því að setja upp virkar samskiptaleiðir og taka þátt í rannsókn á áhrifum og uppbyggingu MenntaMiðjunnar. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.


Frekari upplýsingar á vef Háskóla Íslands

--+--

Richard Stallman heldur fyrirlestur 7. nóvember

Richard Stallman, upphafsmaður GNU og einn af helstu boðberum frjáls hugbúnaðar heldur fyrirlestur um höfundarrétt  í Háskólanum í Reykjavík (stofa m101) þann 7. nóvember nk. Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni Tölvunarfræðideildar HR og Félags um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) og hefst hann stundvíslega kl. 19:30. Það er ekki á hverjum degi sem Stallman heimsækir landið og því um að gera að grípa tækifærið.

--+--

Dagur upplýsingatækninnar

Þann 2. nóvember nk. verður haldinn árlegur dagur upplýsingatækninnar á Hótel Hilton Nordica. Dagskrá hefst kl. 9:00 og stendur til 12:30. Að dagskránni standa innanríkisráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið.

Nánari upplýsingar á vef Skýrslutæknifélagsins