Nýr vefur um iPad í skólastarfi,
aðalfundur 3f og
myndskeið af ráðstefnu

Fréttabréf 3f - maí 2012

Nýr vefur um iPad í skólastarfi

Miðvikudaginn 9. maí kl. 17:00 býður leikskólinn Bakkiberg og 3f til samkomu í tilefni opnunar á nýju vefsvæði um iPad í skólastarfi. Leikskólinn Bakkiberg fékk þróunarstyrk frá MMR til þess að prófa sig áfram með iPad í skólastarfi þetta skólaár. Félagsmenn 3f hafa notið góðs af því að fá að fylgjast með því sem áunnist hefur m.a. á ráðstefnunni í mars. Við vonum að félagsmenn og aðrir áhugasamir um iPad í kennslu sjái sér fært að líta við í leikskólanum Bakka í Grafarvogi og eiga saman ánægjulega stund.

--+--

Aðalfundur 3f

Aðalfundur 3f verður haldinn 22. maí 2012,  kl. 16. Nánari staðsetning og dagskrá verður auglýst síðar, en að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum er stefnt að því að hafa eitthvað fræðandi í boði.  Merkið strax við á dagatalinu svo atburðurinn fari ekki framhjá ykkur.

--+--

Myndskeið frá ráðstefnu 3f

Myndupptökur sem gerðar voru á ráðstefnunni Margt smátt gerir eitt stórt – Upplýsingatækni og nýjungar hafa verið birtar á UT-rás 3f hér á YouTube. Sjón er sögu ríkari.

 

--+--

Viltu kenna á GIMP?

3f leitar eftir áhugasömum aðila til að setja saman og kenna stutt námskeið um notkun á GIMP myndvinnsluhugbúnaðinum. Vinsamlegast sendu okkur línu á 3f@3f.is ef þú hefur áhuga.

--+--

Fylgist með 3f á Facebook og Twitter

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að líka við félagið á Facebook, enda er það kjörinn vettvangur til að miðla upplýsingum og skapa samræðu um málefni sem brenna á okkur.

3f á Facebook
3f á Twitter