Ráðstefna 3f, námskeiðahald o.fl.

Fréttabréf 3f - nr. 2 í mars 2014

Ráðstefna 3f

Ráðstefnu 3f sem halda átti föstudaginn 28. mars 2014 hefur verið frestað fram í byrjun september.

Vegna verkfalls framhaldsskólakennara  hefur stjórn 3f ákveðið að fresta ráðstefnunni fram í september nk.
 
3f er fagfélag kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og því ekki annað í stöðunni þar sem þriðjungur félagsmanna getur ekki komið á ráðstefnuna.

Námskeið í vefsmíðum og vefmiðlun fyrir grunnskólakennara

Minnum á að námskeiðið Vefsmíðar og vefmiðlun verður haldið mánudaginn 31. mars kl. 8:30–12:00 og 13:00–16:30 í Endurmenntun Háskóla Íslands. Hægt er að skrá sig til og með mánudagsins 24. mars.
Sjá 
http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirstarfid/Skoda/182V14

Kennarar: Sigurður Fjalar Jónsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, og Sólveig Friðriksdóttir, kennari við Verzlunarskóla Íslands. 
 
--+--

3f heimasíða
Facebook og Twitter

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að líka við félagið á Facebook, enda er það kjörinn vettvangur til að miðla upplýsingum og skapa samræðu um málefni sem brenna á okkur.

3f.is
3f á Facebook

3f á Twitter