BETT samverustund og
endurskoðun á aðalnámskrá

Fréttabréf 3f - janúar 2012

BETT samverustund,
25. janúar

 

Hvað var að sjá og heyra á BETT í London dagana 11. til 14. janúar sl. ?
 
3f í samstarfi við Nýherja heldur samverustund miðvikudaginn 25. janúar kl. 17 til 19 í Borgartúni 37 í Reykjavík. Öllum sem fóru á BETT og líka hinum sem langaði en komust ekki er boðið. Spjallað verður saman og rifjað upp það helsta sem var á baugi á þessari frábæru upplýsingatæknisýningu.
 
Boðið verður upp á góðar veitingar og því viljum við biðja fólk um að skrá sig hér.

 

--+--

Endurskoðun á aðalnámskrá grunnskóla, greinanámskrám (UT),
félagsfundur 30. janúar 

 
Frá því í haust hefur staðið yfir endurskoðun aðalnámskrár námsgreina (námssviða) á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Greinanámskrár eru nánari útfærsla á aðalnámskrá með ákvæðum um inntak og skipulag námsgreina og námssviða. Þar skal fjallað um menntagildi greinar og megintilgang, kennsluaðferðir, hæfniviðmið, námsmat og önnur atriði er varða sérstöðu hverrar greinar/sviðs.
 
3f, félag um upplýsingatækni og menntun var fengið til að tilnefna aðila í ritstjórn fyrir námsgreinina upplýsinga- og tæknimennt. Fulltrúi félagsins er Sólveig Friðriksdóttir frá 3f ásamt Siggerði Ólöfu Sigurðardóttur frá skólasafnskennurum. Áætlað er að þessu verki ljúki á vormánuðum.

Þann 30. janúar nk. verður haldinn opinn félagsfundur á vegum 3f þar sem kynnt verður staðan á verkefninu og kallað eftir ábendingum og hugmyndum frá félagsmönnum. Staðsetning fundarins og nánari tímasetning verður auglýst síðar.
 
--+--

3f á Facebook og Twitter

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að líka við félagið á Facebook, enda er það kjörinn vettvangur til að miðla upplýsingum og skapa samræðu um málefni sem brenna á okkur.

3f á Facebook
3f á Twitter