Alþjóðlegi netöryggisdagurinn, UT messan
og World Skills 2013

Fréttabréf 3f - janúar 2013

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er 5. janúar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu". Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13.00-16.00. 

 
Frekari upplýsingar á vef HÍ

--+--

UT messan 2013

UT messan verður haldin dagana 8. og 9. febrúar nk. Markmiðið með UT messunni er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar og áhrifum hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag. Markmiðið er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum landsins.
 

--+--

BETT kvöld 3f

Miðvikudagskvöldið 13. febrúar nk. ætlum við að halda BETT-kvöld fyrir félagsmenn og aðra þá sem áhuga kunna að hafa í Verzlunarskóla Íslands kl. 19:30. Það voru fjölmargir félagsmenn 3f sem fóru til London á BETT og líka margir sem ekki áttu heimangengt.

--+--

Samkomulag um eflingu grunnmenntunar í raunvísinum og tækni

Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni“ eða GERT er heiti aðgerðaáætlunar Samtaka iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á vef Samtaka iðnaðarins.

--+--

Ísland sendir dómara á World Skills 2013

Ísland kemur að keppni í upplýsingatækni í fyrsta sinn á hinu alþjóðlega World Skills móti sem haldið verður í Leipzig í Þýskalandi í júlí nk. Þátttakan er í formi dómgæslu, en tilgangurinn er að fulltrúi Íslands kynni sér fyrirkomulag og áherslur alþjóðlegu keppninnar með það í huga að hægt verði að bjóða upp á þessa keppnisgrein á Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2014.


3F, Félag um upplýsingatækni og menntun og SUT, Samtök upplýsingatæknifyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins, standa að því að senda dómarann á vettvang og mun hann dæma keppnisgreinina „Upplýsingartækni – hugbúnaðarlausnir fyrir fyrirtæki”.