Margt smátt
gerir eitt stórt

Ráðstefna 3f í samstarfi við HR og Epli.is

Föstudaginn 16. mars 2012 kl. 13:00 til 17:00 verður haldin ráðstefna 3f, félags um upplýsingatækni og menntun og Háskólans í Reykjavík, Margt smátt gerir eitt stórt – Upplýsingatækni og nýjungar. 

Ráðstefnan á erindi til allra kennara á öllum skólastigum. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig á vef ráðstefnunnar http://3f.is/radstefna/
 
Heppnir þátttakendur fá glaðning frá epli.is og Nýherja.