Sumarnámskeið 3f

í samstarfi við SEF

Upptökur á efni og miðlun

11.–12. júní nk. kl. 8:30–15:00 í Verzlunarskóla Íslands

3f og SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara) bjóða upp á sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara í upptökum á efni og miðlun á því dagana 11.–12. júní nk. kl. 8:30–15:00.

Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í því að taka upp efni af tölvuskjá m.a. með Camtasia hugbúnaðinum, klippa það til, vinna til útgáfu og miðlunar.

Markmið námskeiðsins er að virkja þátttakendur í notkun fjölbreytts hugbúnaðar í tengslum við upptökur á efni og miðlun á því. Stefnt skal að því að nýta verkefnavinnuna við eigin áfanga. 

Umsjón:
Sólveig Friðriksdóttir
solveig@verslo.is  Gsm: 864 2873 og
Jóhanna Geirsdóttir jge@fb.is Gsm: 699 5216
Kennsla:
Sigurður Fjalar Jónsson sfjalar@gmail.com Gsm: 820 3056

Frekari upplýsingar og skráning

--+--

3f á Facebook og Twitter

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að líka við félagið á Facebook, enda er það kjörinn vettvangur til að miðla upplýsingum og skapa samræðu um málefni sem brenna á okkur.

3f á Facebook
3f á Twitter