Félagsfundur og ráðstefna

Fréttabréf 3f - mars 2012

Félagsfundur í Álfhólsskóla, Hjalla
6. mars.

 

Þriðjudaginn 6. mars kl. 16 heldur 3f í samstarfi við Félag fagfólks á skólasöfnum fund í Álfhólsskóla, Hjalla í Kópavogi. Fundurinn er haldinn í tengslum við endurskoðun  aðalnámskrár námsgreina (námssviða) sem félögin vinna að sameiginlega. Á fundinum munu þær Sólveig Friðriksdóttir og Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skýra frá stöðu mála.
 
Við hvetjum alla grunnskólakennara sem áhuga hafa á námsgreininni að fjölmenna á fundinn.

 

--+--

Ráðstefna 3f í Háskólanum í Reykjavík 16. mars

Föstudaginn 16. mars 2012 kl. 13 til 17 verður haldin ráðstefna 3f félags um upplýsingatækni og menntun  og Háskólans í Reykjavík. Ráðstefnan hefur fengið yfirheitið  Margt smátt gerir eitt stórt – Upplýsingatækni og nýjungar.
Megin þema ráðstefnunnar verður upplýsingatækni í skólastarfi. Fjallað verður sérstaklega um þær breytingar sem eru að verða í skólastofunni með tilkomu smærri tækja  og tóla. Spáð er í framtíðina, munu verða miklar breytingar á kennsluháttum í nánustu framtíð, hver verða áhrifin á námsgagnagerð? Ráðstefnan er samvinnuverkefni 3f, Háskólans í Reykjavík og Epli.is.
 

--+--

3f á Facebook og Twitter

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að líka við félagið á Facebook, enda er það kjörinn vettvangur til að miðla upplýsingum og skapa samræðu um málefni sem brenna á okkur.

3f á Facebook
3f á Twitter