Námskeið í forritun,
menntamál á Facebook
og nýjar námskrár

Fréttabréf 3f - júní 2012

Langar þig að læra að forrita?

3F og Skema bjóða kennurum upp á  sumarnámskeið í forritun. Á námskeiðinu munu þátttakendur fá kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta í gegnum leikjaforritun í Alice 2.2 forritunarumhverfinu.
 
Kennt verður út frá aðferðafræði Skema og fléttað inn í kennsluna söguborðum, hugarkortum, smá sálfræði út frá virkni heilans og fræðslu um þau jákvæðu áhrif sem kennsla í forritun getur haft á börn. Þátttakendur munu sjá forrit verða að veruleika og upplifa hvað forritun getur verið skemmtileg auk þess hvernig hún getur nýst inn í aðrar námsgreinar. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig Alice forritunarumhverfið er sótt.

Námskeiðið stendur yfir dagana 16.-19. júlí frá klukkan 13:00 – 16:30 og kostar 27.400 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er námskeiðið sjálft, námsáætlun sem styðjast má við í kennslu, aðgengi að verkefnum, aðgengi að samskiptagrúppu á facebook (stuðningsnet og fræðsla) – og síðan 2 klst. eftifylgnifundur í haust fyrir spurningar og fleira. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.

Skráðu þig með því að senda póst á skraning@skema.is með nafni þátttakanda, kennitölu, netfangi og síma.
--+--

Fræðslufundur um iPad forritun

Þann 22. maí sl. stóð 3F ásamt Skema ehf. fræðslufund um iPad forritun í Háskólanum í Reykjavík. Á fundinum fræddi Rakel Sölvadóttir gesti um forritunarmöguleika í og fyrir iPad spjaldtölvur. Myndskeið frá fundinum má finna á UTrás 3f.
 
Smelltu hér til að opna UT rásina

--+--

Íslenskar síður um menntamál á Facebook

Nýlega hafa sprottið upp nokkrar áhugaverðar íslenskar síður á Facebook þar sem nám og kennsla er í fyrirrúmi. Óhætt er að hvetja fésbókarnotendur til að kynna sér þær nánar.

--+--

Vettvangsnám um upplýsingatækni í skólastofunni

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara stendur fyrir þverfaglegu vettvangsnámi um upplýsingatækni í skólastofunni ætlað kennurum í framhaldsskólum. Í náminu munu þátttakendur kynnast ýmsu varðandi nýtingu upplýsingatækni í kennslu og vinna margskonar verkefni þar sem reynt verður að miða við áhugasvið hvers og eins. Fullbókað er í námið og sýnir það betur en margt annað áhuga kennara á hagnýtinu upplýsingatækninnar í kennslu.

Frekari upplýsingar um vettvangsnámið

--+--

Sumarnámskeið Ísbrúar 2012

Ísbrú heldur níunda sumarnámskeið sitt fyrir kennara á öllum skólastigum sem kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál. Í sumar verður athygli þátttakenda beint að verkfærum sem tengjast samskiptum, skapandi verkefnavinnu, hljóð- og myndvinnslu, miðlun efnis, höfundarrétti o.fl. Hér má finna frekari upplýsingar um námskeiðið.

--+--

Drög að nýjum námskrám fyrir grunnskóla til umsagnar

Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins hafa nú verið birt drög að námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Skipaðar voru ritnefndir um hvert greinasvið á vegum ráðuneytisins og sátu þær fulltrúar úr háskólasamfélaginu, aðilar frá fagfélögum kennara og aðrir hagsmunaaðilar. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að bregðast við drögunum og senda inn athugasemdir á netfangið namskra@mrn.is í síðasta lagi 7. september 2012.
 
Drög að nýjum námskrám fyrir grunnskóla

--+--

Krítin

Veftímaritið Krítin var stofnað í maí á þessu ári og er ætlunin að hald þar úti  spjalli um skólamál í víðu samhengi. Ritstjórar Krítarinnar, Edda Kjartansdóttir og Nanna Kristín Christiansen,  munu bæði semja efni og setja inn áhugavert efni sem finnst á netinu. Einnig munu birtast á Krítinni greinar eftir gestapenna.

--+--

Microsoft kynnir Surface spjaldtölvuna

Microsoft kynnti Surface spjaldtölvuna á sérstökum viðburði í Los Angeles í kvöld og er greinilegt að fyrirtækið ætlar að leggja allt í sölurnar til að keppa við Apple.

Surface er 9.3mm þunn spjaldtölva með 10.6 tommu skjá sem er stærri en iPad og vegur örlítið meira en iPad 3 eða um 680g. Surface keyrir Windows 8 stýrikerfið og verður til í tveimur útgáfum.