Vefsmíðar, ráðstefna
og spennandi málþing fyrir norðan

Fréttabréf 3f - febrúar 2013

Kvöldstund í vefsmíðum
21. mars

Fimmtudagskvöldið 21. mars nk. kl. 19:30-21:30 ætlum við að bjóða upp á kvöldstund í vefsmíðum. Verið velkomin í Álfhólsskóla (Hjalla) í Kópavogi til að bera saman bækurnar, fá aðstoð og kynnast spennandi nýjungum í vefsmíðum.

--+--

Má bjóða þér að halda erindi á ráðstefnu?

3f kallar eftir erindum á ráðstefnu um upplýsingatækni og skólastarf sem félagið heldur í samstarfi við HR, Upplýsingu og Menntamiðju föstudaginn 5. apríl nk.

--+--

Uppeldi í tölvuvæddum heimi - málþing 14. mars

Á heimilum, í fórum barna og í skólum landsins er að finna ótrúlega flóru af allskyns tölvubúnaði en þar má nefna borðtölvur, far- og spjaldtölvur, snjallsíma, beina og myndlykla.  Afleiðingin er töluvert breyttur heimur bæði fyrir börn og fullorðna. Markmið málþingsins er að foreldrar fái fræðslu og upplýsingar um hvernig þeir geti orðið „kerfisstjórar heimilanna“. Málþingið er haldið í Brekkuskóla á Akureyri.

Frekari upplýsingar og skráning

--+--

Tæknivæðum skólakerfið - áhugaverð grein

Kennari frá 18. öld gæti gengið inn í kennslustofur nútímans og byrjað að kenna án fyrirhafnar. Kennsluaðferðir hafa lítið breyst í gegnum tíðina en með tilkomu fjarskiptatækninnar mun það vonandi breytast. Til eru fjölbreytileg opin fjarnámskeið (FOF) sem eru áfangar á netinu án endurgjalds. Áfangarnir eru úr hinum ýmsu fögum og eru kennd af prófessorum úr virtum háskólum.

Lestu greinina í heild sinni hér

--+--

Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna hefur verið haldin í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári enda til mikils að vinna. Keppnin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa mikla forritunarkunnáttu fyrir heldur fyrir alla þá sem hafa áhuga á forritun þrátt fyrir að hafa ekki lært það í framhaldsskóla. Við hvetjum því alla til að koma og prófa enda er ekkert þátttökugjald og stemningin er gríðarlega góð hjá öllum keppendum.  

Frekari upplýsingar á vefnum forritun.is