BETT-kvöld 3f
og Nýherja

13. febrúar 2013

BETT-sýningin „Power Learning“ var haldin í 15. sinn í Excel-höllinni í London dagana 30. janúar – 2. febrúar sl. Fulltrúar úr stjórn 3f sóttu sýninguna sem var sú stærsta og veglegasta hingað til. 

Miðvikudaginn 13. febrúar kl. 19:30 mun 3f í samvinnu við Nýherja halda BETT-kvöld fyrir félagsmenn og aðra áhugasama. Ætlunin er að eiga notalega kvöldstund saman og ræða upplifun okkar af sýningunni. Hvað vakti athygli okkar, hvað var nýtt, hvað verð ég að eignast o.s.frv. 

Fjölmennum í húsakynni Nýherja í Borgartúni 37 á miðvikudaginn, njótum góðra veitinga og spjöllum á léttum nótum um það sem við sáum, heyrðum og upplifðum á BETT.

 
Vinsamlegast smelltu hér til að skrá þig til þátttöku.


--+--

3f á Facebook og Twitter

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að líka við félagið á Facebook, enda er það kjörinn vettvangur til að miðla upplýsingum og skapa samræðu um málefni sem brenna á okkur.

3f á Facebook
3f á Twitter