Copy
Ráðstefnan: Skipta raddir ungs fólks máli?

Skipta raddir ungs fólks máli?
Ungmennaráð: Þátttaka og áhrif

Ráðstefnan “Skipta raddir ungs fólks máli?” er hugsuð fyrir þá sem standa að baki ungmennaráðum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka auk fulltrúa ungmennaráðanna sjálfra. Þeir sem hafa áhuga á störfum ungmennaráða almennt eða vilja koma á laggirnar ungmennaráði eru einnig velkomnir. Á ráðstefnunni verður farið í að skoða hugmyndafræðina á bakvið ungmennaráð, kynnt verða til leiks verkfæri sem ungmennaráð geta nýtt í starfi sínu ásamt því að ungmennaráð sem hafa náð góðum árangri með að virkja ungt fólk til þátttöku og áhrifa munu kynna störf sín.
 
Árið 2016 verða ungmennaráð og þátttaka ungs fólks í brennidepli hjá Evrópu unga fólksins og er þessi ráðstefna fyrsti hluti af árs löngu verkefni. Það verkefni mun innihalda tvær ráðstefnur um málefni ungmennaráða, fjölþjóðlegt námskeið og námsferðir erlendis til að sækja þekkingu á starfsemi ungmennaráða og möguleikum til að auka áhrif ungs fólks með því að virkja það til þátttöku.
 
Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 18. febrúar 2016 frá kl. 10:15 - 16:15 og er ráðstefnugjaldið 3.000 krónur.
 
Innifalið í ráðstefnugjaldinu eru tvö kaffihlé og glæsilegt hádegisverðarhlaðborð á VOX Restaurant.
 
Evrópa unga fólksins í samstarfi við Samband Íslenskra sveitarfélaga, SAMFÉS, Umboðsmann barna og Ungmennafélag Íslands standa að ráðstefnunni. Evrópa unga fólksins styrkir ferðakostnað þátttakenda af landsbyggðinni.
 
Skráning hér – ath. skráningu lýkur á hádegi mánudaginn 15. febrúar.

  

     Hafðu samband við okkur á euf@euf.is

Evrópa unga fólksins
Sigtún 42
Reykjavik 105
Iceland

Add us to your address book


unsubscribe from this list | update subscription preferences

© 2016 Evrópa unga fólksins
 Póstlisti Evrópu unga fólksins

Email Marketing Powered by Mailchimp