KVIKMYNDAFRÉTTIR

FRÉTTABRÉF FK

Félag Kvikmyndagerðarmanna

RÆTT VERÐUR UM KVIKMYNDAGERÐ Á ALÞINGI Í DAG

Kæri félagi,
 
Í dag, miðvikudaginn 18.jan kl.15:30 verða "sérstakar umræður" á Alþingi um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar og framtíðarhorfur.
Þar mun Þráinn Bertelsson beina orðum að menningarmálaráðherra og í framhaldi svo umræður.
 
Við hvetjum kvikmyndagerðarmenn til þess að mæta á pallana til að hlýða á þessar umræður en þær munu taka u.þ.b. 30 mínútur.
 
Félag kvikmyndagerðarmanna
www.filmmakers.is

NORDISK PANORAMA UMSÓKNIR


Frestur til að skila inn umsóknum á Nordisk Panorama - 5 Cities Film Festival rennur út þann 15. febrúar fyrir heimilda- og stuttmyndir framleiddar árið 2011. Frestur til að skila inn umsóknum fyrir verk framleidd 2012 rennur út 15. maí.

Nordisk Panorama – 5 Cities Film Festival, sem verður haldin dagana 21. til 26. september 2012 í Oulu í Finnlandi, er ein helsta stutt- og heimildamyndahátíð Norðurlandanna. Hátíðin spannar jafnframt flest svið kvikmyndagerðar, s.s. þróun, fjármögnun og dreifingu, og fékk í fyrra hæfnismat sem fullgild hátíð til að tilnefna stuttmyndir til Óskarsverðlauna í sínum flokki. Stuttmyndin sem valin verður besta stuttmynd Norðurlanda á því möguleika á tilnefningu til eftirsóttustu verðlauna kvikmyndaiðnaðarins – hinum eina sanna Óskar.

Umsóknum skal skilað rafrænt og hægt er að fylla þær út hér.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Heimasíða Nordisk Panorama.

Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2011
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland