HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á HANDRITAGERÐ ?

FRÉTTABRÉF FK

Félag Kvikmyndagerðarmanna

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á HANDRITAGERÐ ? 

Handritasérfræðingurinn Martin Daniel verður hér á landi næstu dagana á vegum Samtaka kvikmyndaleikstjóra og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Martin Daniel er handritshöfundur og handritsráðgjafi með víðtæka alþjóðlega reynslu. Um þessar mundir kennir hann annars vegar við University of Southern California og hins vegar í Binger Film Lab í Amsterdam.
 
Hann mun halda opinn fyrirlestur í Bíó Paradís fyrir alla sem áhuga hafa á handritavinnu - laugardaginn 26. nóvember - frá kl. 13:00 til 17:00. 
 
Þar mun hann notast við kvikmyndina Festen sem viðfangsefni. Festen verður sýnd í Bíó Paradís á föstudaginn 25. nóv, kl. 15:00, fyrir þá sem vilja rifja hana upp. 
 
Fyrirlesturinn er öllum opinn. 

AUGLÝSUM EFTIR UMSÓKNUM !


Félag kvikmyndagerðarmanna auglýsir eftir
umsóknum til úthlutunar úr höfundasjóði
félagsins fyrir kvikmyndir sem frumsýndar
voru í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum,
gefnar út á DVD, eða birtar með öðrum
hætti fyrsta sinn á árinu 2010.
Rétt til úthlutunar skv. samþykktum FK eiga:
- Kvikmyndastjórar (ekki leiknar myndir)
- Kvikmyndatökumenn
- Klipparar
- Hljóðhöfundar
- Ljósahönnuðir
Þessi úthlutun tekur eingöngu til þeirra
kvikmyndaverka sem sýnd voru eða gefin út árið 2010.
Umsóknareyðublað er að hægt að nálgast með því
smella HÉR !
Umsóknir skulu berast
Félagi kvikmyndagerðamanna,
Hverfisgata 54, 101 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2011.
Ekki verður tekið tillit til umsókna sem berast eftir þann tíma.
Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2011
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland