Einhver vandamál við lesturinn? Smelltu hér til að opna í vafra (browser). 

SAMKOMULAG VIÐ KVIKMYNDAGERÐARMENN UNDIRRITAÐ

Í gær var undirritað samkomulag við ríkið um stefnu og fjármagn til kvikmyndagerðar í landinu til næstu fjögurra ára í Bíó Paradís. Það voru formenn fagfélaga í kvikmyndagerð, Ari Kristinsson SÍK, Hrafnhildur Gunnarsdóttir FK og Ragnar Bragason SKL sem undirrituðu samkomulagið fyrir hönd kvikmyndagerðarmanna og Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins. Þar með lýkur löngu og ströngu samningaferli, búið að stöðva frekari niðurskurð til kvikmyndasjóða og óvissunni eytt sem greinin hefur velkst í frá hruni. Kvikmyndaráð átti drjúgan þátt í að koma málum í farveg, í því sátu á þessu ári: Ólafur Torfason (formaður ráðsins), Þorvaldur Árnason, Sigríður Pétursdóttir, Ágúst Guðmundsson, Hilmar Oddsson, Hrafnhidur Gunnarsdóttir, Ari Kristinsson og varamaður Hjálmtýr Heiðdal. 
Eftir að sameiginlegur fundur fagfélaga í kvikmyndagerð hafnaði drögum að samkomulagi fyrir rúmum 2 vikum síðan settust formenn fagfélagana á fund með menntamálaráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins til að leita lendingar á þessu máli. Í framhaldi urðu ákveðnar breytingar á upphæðum og ákvæðum samningsins sem forusta kvikmyndagerðarmanna gátu sætt sig við en helstu atriði samningsins eru þessi: 
 
-Hækkun á framlögum kvikmyndasjóða fer úr 452 m (2011) í 500 m á næsta ári og hækkar síðan í 700 m í skrefum til 2015. Að auki eru settar 15 m á næsta ári í miðastyrki og því raunframlag 515 m sem samsvara 14% hækkun milli ára.
·Miðastyrkjum verður komið á frá 2012 til að mæta virðisaukaskatti á kvikmyndir. Miðastyrkir fara síðan í 30 m árlega frá og með 2013
·Í ný lög um Ríkisútvarpið verða sett ákvæði um endurskoðun þjónustusamnings við RÚV við gildistöku laganna
·Framlag til Kvikmyndamiðstöðvar hækkar í samræmi við okkar athugasemdir
·Lagðar verða 10 m árlega 2013-2015 í að bjarga kvikmyndaarfinum
·Endurskoðunarákvæði er sett inn árið 2013
·Heildar hækkun á samningstímanum frá 2011 er 62%
·Stuttmyndir, samframleiðsla og leiknar myndir í fullri lengd eru nú flokkaðar saman.


Samningurinn kveður á um eftirtalin framlög í kvikmyndasjóði: 
Það var mat formanna fagfélaganna og stjórna þeirra að þetta væri ásættanleg niðurstaða og í raun ágæt miðað við að niðurskurður hjá hinu íslenska ríki mun halda áfram á næstu tveimur árum eða 2012, 2013 og jafnvel 2014. Mikilvægt er að kvikmyndaráð getur tekið samninginn til endurskoðunar  í lok árs 2013 ef að ástæða er talin til og afkoma íslenska ríkisins vænkist fyrr en spáð er um. Nú þegar þessi samningur hefur tekið gildi munu kvikmyndagerðarmenn og framleiðendur loks byrjað að skipuleggja næstu verkefni. 

AUGLÝSUM EFTIR UMSÓKNUM !


Félag kvikmyndagerðarmanna auglýsir eftir umsóknum til úthlutunar úr höfundasjóði félagsins fyrir kvikmyndir sem frumsýndar voru í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum, gefnar út á DVD, eða birtar með öðrum hætti fyrsta sinn á árinu 2010.
Rétt til úthlutunar skv. samþykktum FK eiga:
- Kvikmyndastjórar (ekki leiknar myndir)
- Kvikmyndatökumenn
- Klipparar
- Hljóðhöfundar
- Ljósahönnuðir
Þessi úthlutun tekur eingöngu til þeirra kvikmyndaverka sem sýnd voru eða gefin út árið 2010.
Umsóknareyðublað er að hægt að nálgast með því að smella HÉR !
Umsóknir skulu berast
Félagi kvikmyndagerðamanna,
Hverfisgata 54, 101 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2011.
Ekki verður tekið tillit til umsókna sem berast eftir þann tíma.

FUNDUR MEÐ FAGFÉLÖGUM OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐ

Boðað er til fundar með fagfélögum í kvikmyndagerð og Kvikmyndamiðstöð þriðjudaginn 13. desember kl. 16 í Bíó Paradís.
Fimmtudaginn 8. desember var skrifað undir nýtt samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012-2015 við mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra. Á fundinum verður þetta samkomulag kynnt.
Dagskrá:
1. Nýja samkomulagið kynnt
2. Umræður um samkomulagið
3. Kvikmyndamiðstöð kynnir stöðu mála.
4. Umræður  um stöðu Kvikmyndamiðstöðvar.
Fólk í kvikmyndagerð er eindregið hvatt til að mæta.

 

REYKJAVÍK SHORTS&DOCS KALLAR EFTIR UMSÓKNUM

Stutt-og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival verður haldin dagana 6.-9. maí 2012. Þetta er í 10. sinn sem kvikmyndahátíðin er haldin og af því tilefni verður hátíðin stærri og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr. Fólki af vettvangi sjónvarps- og kvikmynda verður boðið á hátíðina erlendis frá. Auk kvikmyndasýninga á stutt- og heimildamyndum verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og kvikmyndasamkeppni, ásamt fjölda annarra viðburða.

Fram til 1.janúar 2012 er ekkert gjald tekið fyrir innsendar myndir en eftir 1. janúar kostar 4.000 kr að senda inn hverja kvikmynd. Hægt er að senda inn kvikmyndir á hátíðina fram til 1. mars 2012.

Reykjavík Shorts&Docs Festival er alþjóðleg kvikmyndahátíð með áherslu á stutt- og heimildamyndir. Hægt er að senda inn stuttmyndir sem eru allt að 30 mínútur að lengd, hvort sem það eru leiknar kvikmyndir, teiknimyndir (e.animation) eða tilraunamyndir (e.experimental). Þá er tekið á móti heimildamyndum í hvaða lengd sem er. Þær kvikmyndir sem veljast á hátíðina verða að hafa verið framleiddar á síðustu tveimur árum (2010-2012).

Allar nánari upplýsingar veita Brynja Dögg Friðriksdóttir kynningarfulltrúi s: 845 8994 og Heather Millard stjórnandi Reykjavík Shorts&Docs Festival, s: 693 5698.

info@shortsdocsfest.com

www.shortsdocsfest.com


ICELANDIC CINEMA ONLINE VEFURINN !

Framleiðendur og aðrir rétthafar íslensks kvikmyndaefnis eru hvattir til að hafa samband hafi þeir áhuga að koma kvikmyndaefni sínu á framfæri á vefnum. 

Vefurinn býður upp á aðgengi að íslensku kvikmyndaefni hér á landi sem og erlendis. Stefnan er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af  kvikmyndum,  heimildarmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og  öðru kvikmyndatengdu efni frá Íslandi.

Kynningarvideo http://vimeo.com/30394102 

Icelandic Cinema Online
Gríðaleg aukning er í eftirspurn eftir kvikmyndaefni á netinu og mikilvægt að íslenskir framleiðendur  og kvikmyndagerðarfólki nýti sér þau tækifæri sem netið hefur upp á að bjóða.

Til að koma efni þínu á framfæri, vinsamlegast hafðu samband við Sunnu í síma 6930995 eða með því að senda henni mail á sunna@icelandiccinema.com.
Icelandic Cinema Online á Facebook 
Icelandic Cinema Onine á vefnum


 

Dagskrá mánaðarins má finna með því að smella hér.

Í Bíó Paradís er einnig að finna veitingahús og verslun með 
mynddiska og annan kvikmyndatengdan varning.

Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. 
Bíó Paradís á facebook.
Bíó Paradís á vefnum


LUMAR ÞÚ Á EFNI Í FRÉTTABRÉF

Endilega sentu þá allar upplýsingar í pósti 
á filmmakers@filmmakers.is

FK Á FACEBOOK

Félag Kvikmyndargerðarmanna heldur uppi fésbókarsíðu sem inniheldur ýmsar fréttir, endilega skráðu þig og nýttu þér hana til að fylgjast með sem og koma þínum viðburðum á framfæri.

SÆKJA UM AÐILD AÐ FK

Félagar geta orðið þeir sem lokið hafa a.m.k. eins árs námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla, eða hafa sinnt skapandi eða sérhæfðum faglegum störfum við kvikmyndagerð í minnst 12 mánuði. Aðild að félaginu er bundin við einstaklinga.

UMSÓKN Í MENNINGARSJÓÐ

Menningarsjóðurinn úthlutar styrkjum eingöngu til einstaklinga sem eru félagar í FK og eru skuldlausir við félagið. Þarf minnst að hafa borgað tvenn ársgjöld.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til a sþ

STJÓRN FK 2011

Hrafnhildur Gunnarsdóttir
         
formaður
Stefanía Thors
         
varaformaður
Guðbergur Davíðsson
         
gjaldkeri
Anna Þóra Steinþórsdóttir
          
ritari
Anton Máni Svansson
         
stjórnarmaður
Arnar Marrow Einarsson
         
stjórnarmaður
Júlía Embla Katrínardóttir
         
stjórnarmaður
Guðmundur Erlingsson
         
varamaður stjórnar
Goði Már Guðbjörnsson
         
varamaður stjórnar

Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2010
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland
Email Marketing Powered by Mailchimp