Einhver vandamál við lesturinn? Smelltu hér til að opna í vafra (browser). 

HAGRÆN ÁHRIF KVIKMYNDALISTAR
KYNNT Í BÍÓ PARADÍS Á FIMMTUDAG 29.SEPT

Í tilefni af útkomu bókarinnar Hagræn áhrif kvikmyndalistar eftir Dr. Ágústar Einarssonar, boða Háskólinn á Bifröst og félög í kvikmyndagerðar til kynningarfundar um efni bókarinnar og pallborðsumræðna á eftir. Fundurinn verður í Bíó Paradís á fimmtudaginn 29. september kl. 12:00-13:15. Boðið verður upp á súpu og orkuskot fyrir 1.000 krónur fyrir þá sem metta þurfa magann í hádeginu.
 
Dagskrá:
Bryndís Hlöðversdóttir rektor flytur inngangsorð
Ágúst Einarsson kynnir helstu niðurstöður bókarinnar Hagræn áhrif kvikmyndalistar og svarar spurningum
Pallborðsumræður: Ari Kristinsson, Hilmar Sigurðsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson
 
Fólk í kvikmyndagerð er eindregið hvatt til að fjölmenna til að kynna sér niðurstöður þessa stórmerkilega fræðirits.


FK BÝÐUR FÉLAGSMÖNNUM SÍNUM 50% AFSLÁTT RIFF

FK býður meðlimum sínum 50% afslátt af hátíðarpassa RIFF semog
8 miða klippikorti
. Endilega nýta sér þetta !
Það þarf að sýna skírteinið í miðasölunni til að fá afsláttinn.

Félagið er svo komið með nýja síðu á facebook - endilega lækið! https://www.facebook.com/fagfelagidFK
---------------------------------------------------------------------------------
---------------------------------------------------------------------------------
RIFF 2011 - MÁLÞING, VINNUSMIÐJUR OG FYRIRLESTRAR !

Á dagskrá RIFF verður fjöldinn allur af spennandi málþingum, vinnusmiðjum og fyrirlestrum sem ættu að vera spennandi fyrir kvikmyndagerðarfólk og kvikmyndaunnendur.
Einnig verður sérleg hamingjustund eða "happy hour" í Bíó Paradís
frá 17:00 - 19:00, alla daga hátíðarinnar. 
https://www.facebook.com/bioparadis
http://bioparadis.is/
https://www.facebook.com/rvkfilmfest
http://riff.is/28.september – Bíó Paradís
 
20:00 – 22:00: Sérstök sýning á “Inside Lara Roxx” þar sem Fríða Rós Valdimarsdóttir ræðir við Miu Donovan, leikstjóra myndarinnar, eftir sýninguna um myndina, kynlífsiðnaðinn og  þau úrræði sem bjóðast fórnarlömbum hans.  Tungumál: Enska
 
20:00 – 22:00 A special screening of “Inside Lara Roxx” where Frida Ros Valdimarsdottir speaks with Mia Donovan, the director, after the screening about the the film, the sex industry and the options available to its victims. Language: English
  
29. september - Hátíðarsalur Háskóla Íslands
 
14:00 – 15:30: “Masterclass með Béla Tarr”
 

Hinn ungverski Béla Tarr er einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar. Hann er einn framsæknasti leikstjóri sinnar kynslóðar í Evrópu og hafa myndir hans verið í miklum metum hjá kvikmyndaáhugafólki um árabil.  Leikstjórinn Ragnar Bragason talar við Béla Tarr um nýjustu kvikmynd hans, “The Turin Horse”, framlag Béla til kvikmyndagerðar, sýn hans á kvikmyndaiðnaðinn og ferilinn en nýlega lýsti Béla Tarr því yfir að hann væri hættur leikstjórn.
 
14:00 –15:30: “Masterclass with Béla Tarr”
 

The Hungarian Béla Tarr is one of the guests of honor at the Reykjavik International Film Festival. He is one of the most avant-garde directors of his generation in Europe and his films have been highly valued by film enthusiasts for years. At this masterclass the Icelandic director, Ragnar Bragason, speaks with Béla Tarr about his latest film, “The Turin Horse”, Béla’s contribution to filmmaking, his view of the film industry and his career but Béla Tarr recently announced that he intends to stop directing. 
 
01. október - Háskólatorg 105
 
16:00 - 18:00: “ Hvað getum við gert?” Einstakur fyrirlestur með David Suzuki. Stofnun Sæmundar Fróða, Alþjóðleg kvikmyndahátíð og RIFF efna til þessa magnaða málþings í tilefni af komu David Suzukis til landsins 
 
02. október - Kex Hostel
 
13:00 – 16:00:  “Hin stafræna framtíð – framtíðarmöguleikar við dreifingu og sýningar óháðra kvikmynda”
 
13:00 – 14:00: Kynning á Icelandic Cinema Online verkefninu
14:00 – 16:00: Nicholas Bertrand (FR) fjallar um þá framtíðarmöguleika sem felast í stafrænni tækni fyrir óháð kvikmyndahús.
                                                                                              Tungumál: Enska
 
13:00 – 16:00: “The digital future – alternative options for distributing and screening independent films”
 13:00 – 14:00: Introduction of the Icelandic Cinema Online project
14:00 – 16:00: Nicholas Bertrand (FR) speaks about the possibilities digital technology beholds for independent cinemas.
                        Language: English 
----------------------------------------------------------------------------
----------------------------------------------------------------------------

 

BERLINALE TALENT CAMPUS - FRESTUR TIL 5.OKTÓBER

Berlinale Talent Campus fer fram í 10. sinn dagana 11. – 16. febrúar 2012, samhliða kvikmyndahátíðinni í Berlín. Vinnustofan er ætluð kvikmyndagerðarmönnum sem eru stíga sín fyrstu skref í kvikmyndageiranum og hafa áhuga á að læra af virtum sérfræðingum og efla alþjóðlegt tengslanet sitt. Umsóknarfrestur um þátttöku rennur út
5. október 2011.

Þema vinnustofunnar verður „breytileg sjónarhorn“ (e. changing perspectives). Gjaldgengir eru kvikmyndagerðarmenn* sem eru að hefja vegferð sína í geiranum og nemendur sem eru langt komnir í námi í kvikmyndafræði.

Hægt er að sækja um þátttöku á Berlinale Talent Campus 2012 hér.

*Vinnustofan er ætluð eftirfarandi fagaðilum innan kvikmyndageirans: Leikurum, kvikmyndatökumönnum, leikstjórum, dreifingaraðilum, klippurum, gagnrýnendum, framleiðendum, leikmyndahönnuðum, handritshöfundum, hljóðhönnuðum og tónskáldum.

BERLINALE CO-PRODUCTION MARKET: FRESTUR TIL 27.OKT

Hægt er að senda in verkefni í leit að alþjóðlegum styrktar- og samstarfsaðilum fram til 27 October. Markaðurinn er að leita að efnilegum verkefnum með frjáröflun á milli 2-10 milljón evra. Um það bil 30 verkefni verða síðan valin til þáttöku.

Þetta er í níunda skipti sem markaðurinn er haldinn, en frá stofnun hans hafa um 120 verkefni orðið að kvikmyndum. Umsóknareyðublaðið má sækja hérna: http://www.efm-berlinale.de/en/copromarket/participation/project_submission/project-submission.php

Frekari upplýsingar um Berlinale markaðinn: http://www.efm-berlinale.de/en/copromarket/copro-profile/copro-profil.php
 

CARTOON FEATURE, 17-19 OKT. Í ÞÝSKALANDI - DEADLINE 7.OKT

Kennslunámskeið í hreyfimyndagerð fyrir sérfræðinga.

Kynnið ykkur nánar HÉR.EUROPEAN SHORT FILM PITCH 2011 - DEADLINE 10.OKT
European Short Pitch (ESP) is an initiative aimed at promoting the European coproduction of short films. It combines a scriptwriting workshop in residency, an on-line session and a coproduction forum bringing together scriptwriters and industry professionals from all over Europe.
Kynnið ykkur nánar HÉR.

MEDIAXCHANGE INTERNATIONAL FINANCE MARKET 2011
FRESTUR 30.OKT

MediaXchange er fyrirtæki sem hefur komið tvisvar sinnum hingað til lands og haldið fyrirlestra um skrifa á þáttaröðum, bæði drama og kómedíu. Nú er það að halda fjármögnunarmarkað í Kaliforníu !
Endilega kynnið ykkur þetta:
http://www.filmfinancemarket.com/
http://filmfinancemarket.eventbrite.com/

 


 

Dagskrá mánaðarins má finna með því að smella hér.

Í Bíó Paradís er einnig að finna veitingahús og verslun með 
mynddiska og annan kvikmyndatengdan varning.

Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. 
Bíó Paradís á facebook.
Bíó Paradís á vefnum


LUMAR ÞÚ Á EFNI Í FRÉTTABRÉF

Endilega sentu þá allar upplýsingar í pósti 
á filmmakers@filmmakers.is

FK Á FACEBOOK

Félag Kvikmyndargerðarmanna heldur uppi fésbókarsíðu sem inniheldur ýmsar fréttir, endilega skráðu þig og nýttu þér hana til að fylgjast með sem og koma þínum viðburðum á framfæri.

SÆKJA UM AÐILD AÐ FK

Félagar geta orðið þeir sem lokið hafa a.m.k. eins árs námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla, eða hafa sinnt skapandi eða sérhæfðum faglegum störfum við kvikmyndagerð í minnst 12 mánuði. Aðild að félaginu er bundin við einstaklinga.

UMSÓKN Í MENNINGARSJÓÐ

Menningarsjóðurinn úthlutar styrkjum eingöngu til einstaklinga sem eru félagar í FK og eru skuldlausir við félagið. Þarf minnst að hafa borgað tvenn ársgjöld.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til a sþ

STJÓRN FK 2011

Hrafnhildur Gunnarsdóttir
         
formaður
Stefanía Thors
         
varaformaður
Guðbergur Davíðsson
         
gjaldkeri
Anna Þóra Steinþórsdóttir
          
ritari
Anton Máni Svansson
         
stjórnarmaður
Arnar Marrow Einarsson
         
stjórnarmaður
Júlía Embla Katrínardóttir
         
stjórnarmaður
Guðmundur Erlingsson
         
varamaður stjórnar
Goði Már Guðbjörnsson
         
varamaður stjórnar

Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2010
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland
Email Marketing Powered by Mailchimp