Einhver vandamál við lesturinn? Smelltu hér til að opna í vafra (browser). 

KVIKMYNDASKOÐUN SKL Í KVÖLD 25.JAN ! - Á ANNAN VEG

"Jæja gott fólk, 
 eftir vel heppnað workshop og fyrirlestra Martin Daniel höfum við ákveðið að halda verkefninu „Kvikmyndaskoðun SKL“ áfram. 

Það snýst um að skoða ofan í kjölinn nýlegar íslenskar kvikmyndir, ræða þær út frá öllum sjónarhornum; hugmynd, handrit, myndataka, leikur, útlit, leikmynd, búningar......... einfaldlega allt sem skiptir máli við kvikmyndagerð. Getum við lært af því sem við höfum gert?

Á miðvikudagskvöldið 25. janúar ætlum við að skoða kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Á ANNAN VEG. 

Myndin verður sýnd klukkan 20:00 í Bíó Paradís - og mun Haddi Gunni segja skemmtisögur frá gerð myndarinnar jafnóðum, einskonar 'commentary'. 

Eftir sýningu myndarinnar mun Ásgrímur Sverrisson stjórna umræðum um myndina, þar sem við getum velt vöngum, spurt spurninga og spjallað saman vítt og breitt."

Aðgangur er ókeypis. 

Með kærri kveðju, 
stjórn SKL.

HAGRÆN ÁHRIF KVIKMYNDALISTAR KYNNT 27. JANÚAR
 
Í tilefni af útkomu bókarinnar Hagræn áhrif kvikmyndalistar eftir Dr. Ágúst Einarsson, boða Háskólinn á Bifröst og félög í kvikmyndagerðar til kynningarfundar um efni bókarinnar og pallborðsumræðna á eftir. Fundurinn verður í Bíó Paradís á föstudaginn 27. janúar kl. 12:00-13:15.
Dagskrá:
Bryndís Hlöðversdóttir rektor flytur inngangsorð
Ágúst Einarsson kynnir helstu niðurstöður bókarinnar Hagræn áhrif kvikmyndalistar og svarar spurningum
Pallborðsumræður: Ari Kristinsson og Hilmar Sigurðsson
Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson lektor við Bifröst. 


AÐALFUNDUR BÍL HALDINN Í IÐNÓ  28. JANÚAR 2012
 
Þann 27. desember 2011 var sent út boð á aðalfund Bandalags íslenskra listamanna. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 28. janúar 2012 í Iðnó við Tjörnina kl. 11:00 – 13:30.

 
Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir:
 
1.       Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.       Lögmæti fundarins kannað og staðfest
3.       Skýrsla forseta og formanna aðildarfélaga
4.       Ársreikningar lagðir fram til samþykkis
5.       Lagabreytingar (frestur til að tilkynna um lagabreytingar rennur út 7. jan. nk.)
6.       Kosning forseta
7.       Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
8.       Starfsáætlun 2011
9.       Ályktanir
10.   Önnur mál
Þegar fundinum lýkur verður borin fram hádegishressing og kl. 14:00 hefst málþing um höfundarrétt, sem lýkur með móttöku í boði BÍL. Málþingið er öllum opið og verður sérstök tilkynning um það send formönnum aðildarfélaganna til dreifingar á félagsmenn.
 
Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði á fundinum. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins.
Allir félagsmenn aðildarfélaganna eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt.

 
-í beinu framhaldi af aðalfundi BÍL
MEÐ HVERJUM DEILUM VIÐ TEKJUM OKKAR ?!
 
MÁLÞING UM HÖFUNDARRÉTT
28.01.2012
Í Iðnó við Tjörnina
  
Laugardaginn 28. janúar nk. kl. 14:00 gengst BÍL fyrir málþingi um höfundarrétt. Málþingið er haldið í tengslum við aðalfund BÍL, fer fram í Iðnó og er öllum opið.
 
Höfundarréttur er órjúfanlegur hluti af réttinda- og kjarabaráttu listamanna, sem þarf stöðugt að vera  til skoðunar. Í ljósi þess að höfundarréttur er margslungið og flókið fyrirbæri, hættir umræðunni til að festast við skilgreiningu vandans sem við blasir; t.d. þykja lög um höfundarétt óskýr og erfitt að framfylgja þeim, talað er um að fræðslu um höfundarétt skorti –jafnt til almennings sem listamannanna sjálfra, efla þurfi siðferðisvitund almennings og fyrirtækja m.t.t. réttinda höfunda o.s.frv. Allt er þetta satt og rétt, en þar sem það er vilji BÍL að málþingið verði STUTT og HNITMIÐAÐ hefur verið ákveðið að þrengja sjónarhornið og beina sjónum að einum þætti þessara margslungu réttindamála. Spurningin sem málþingið mun glíma við er þessi:
 
Hvernig má tryggja listamönnum sanngjarna hlutdeild í þeim tekjum/hagnaði/arði sem notkun hugverka þeirra á netinu skapar?
 
Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mun opna málþingið. Þá verður einn gestafyrirlesari Pia Raug söngvaskáld frá Danmörku sem jafnframt er formaður KODA systursamtaka STEFs. Hún mun greina frá hugmyndum alþjóðlegra höfundaréttarsamtaka og segja frá þeim úrræðum sem menn eru að gera tilraunir með til að tryggja að tekjur skili sér til rétthafa. Þá munu fjórir listamenn glíma við spurninguna hér að ofan; Guðmundur Andri Thorsson, Guðrún Erla Geirsdóttir (GErla), Ólöf Ingólfsdóttir og Sigtryggur Baldursson. Þá fara fram pallborðsumræður og verða þátttakendur í pallborðinu þau  Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs,Jón Vilberg Guðjónsson skrifstofustjóri og sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og formaður stjórnar Myndstefs.
 
Málþinginu stýrir Kristín Atladóttir kvikmyndagerðarmaður.
 

EDDAN 2012 - SÝNINGAR - KJÖRGENGI - AÐILDARGJÖLD O.S.FRV.

Frestur til að skila inn verkum í Edduna er nú útrunninn og valnefndir hafa tekið til starfa. Helsta breyting frá síðasta ári er að 35% aukning varð á innsendum sjónvarpsverkum í ár, sjá nánar: http://eddan.is/?p=787

Tilkynnt verður um tilnefningar Eddunnar á blaðamannafundi í Bíó Paradís föstudaginn 3. febrúar og í kjölfarið verður opnað fyrir kosningu akademíumeðlima. Innsend verk verða sýnd eftir föngum, meðlimum að kostnaðarlausu, í Bíó Paradís og víðar, vikuna 10.-16. febrúar. Verðlaunaafhendingin sjálf er svo í Íslensku óperunni/Gamla bíói laugardaginn 18. febrúar.


Rétt er að árétta að eingöngu þeir sem greitt hafa aðildagjöld ÍKSA fyrir 3. febrúar eru kjörgengir í valinu á Eddunni 2012.
Greiðsluseðlar hafa verið sendir í heimabanka allra þeirra sem við gátum parað saman við kennitölu og þegar eru 152 búnir að greiða seðilinn og þar með komnir inn á kjörskrána, sjá: http://eddan.is/?page_id=6

Hins vegar eru alls 220 meðlimir sem við annað hvort höfum ekki getað parað saman við kennitölu eða netfang. Mikilvægt er að hafa hvort tveggja rétt: kennitöluna til að greiða aðildargjöldin og rétt netfang til að kjósa, enda hefur kosningin nú um nokkurt árabil verið rafræn.
Hér má nálgast lista yfir þá meðlimi sem okkur vantar upplýsingar um: http://eddan.is/?page_id=702.
Mig langar til að biðja ykkur, sem fáið þennan póst, að renna yfir listann og ef þið þekkið einhvern sem á honum er, þá megið þið endilega hnippa í viðkomandi og minna hann á að senda inn réttar upplýsingar á eddan@eddan.is.

NORDISK PANORAMA UMSÓKNIR - FRESTUR 15.FEB

Frestur til að skila inn umsóknum á Nordisk Panorama - 5 Cities Film Festival rennur út þann 15. febrúar fyrir heimilda- og stuttmyndir framleiddar árið 2011. Frestur til að skila inn umsóknum fyrir verk framleidd 2012 rennur út 15. maí.
Nordisk Panorama – 5 Cities Film Festival, sem verður haldin dagana 21. til 26. september 2012 í Oulu í Finnlandi, er ein helsta stutt- og heimildamyndahátíð Norðurlandanna. Hátíðin spannar jafnframt flest svið kvikmyndagerðar, s.s. þróun, fjármögnun og dreifingu, og fékk í fyrra hæfnismat sem fullgild hátíð til að tilnefna stuttmyndir til Óskarsverðlauna í sínum flokki. Stuttmyndin sem valin verður besta stuttmynd Norðurlanda á því möguleika á tilnefningu til eftirsóttustu verðlauna kvikmyndaiðnaðarins – hinum eina sanna Óskar.
Umsóknum skal skilað rafrænt og hægt er að fylla þær út hér.
Frekari upplýsingar má finna hér.
Heimasíða Nordisk Panorama


REYKJAVÍK SHORTS&DOCS - DEADLINE 1.MARS

Stutt-og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival verður haldin dagana 6.-9. maí 2012. Þetta er í 10. sinn sem kvikmyndahátíðin er haldin og af því tilefni verður hátíðin stærri og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr. Fólki af vettvangi sjónvarps- og kvikmynda verður boðið á hátíðina erlendis frá. Auk kvikmyndasýninga á stutt- og heimildamyndum verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og kvikmyndasamkeppni, ásamt fjölda annarra viðburða.

Það kostar 4.000 kr að senda inn hverja kvikmynd. Hægt er að senda inn kvikmyndir á hátíðina fram til 1. mars 2012.

Reykjavík Shorts&Docs Festival er alþjóðleg kvikmyndahátíð með áherslu á stutt- og heimildamyndir. Hægt er að senda inn stuttmyndir sem eru allt að 30 mínútur að lengd, hvort sem það eru leiknar kvikmyndir, teiknimyndir (e.animation) eða tilraunamyndir (e.experimental). Þá er tekið á móti heimildamyndum í hvaða lengd sem er. Þær kvikmyndir sem veljast á hátíðina verða að hafa verið framleiddar á síðustu tveimur árum (2010-2012).

Allar nánari upplýsingar veita Brynja Dögg Friðriksdóttir kynningarfulltrúi s: 845 8994 og Heather Millard stjórnandi Reykjavík Shorts&Docs Festival, s: 693 5698.

info@shortsdocsfest.com

www.shortsdocsfest.com


FRAMLENGING OG BREYTINGAR Á LÖGUM UM KVIKMYNDAGERÐ

Athygli kvikmyndaframleiðenda er vakin á því að þann 17. desember samþykkti Alþingi framlengingu laga 43/1999 um tímabundnar endurgreiðslur vegan kvikmyndagerðar á Íslandi þannig að þau gildi til ársloka 2016. http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=140&mnr=306

Samhliða framlengingu voru gerðar nokkrar breytingar á lögunum, þar sem óhætt er að fullyrða að sú veigamesta sé að nú getur samanlagt framlag Kvikmyndasjóðs og endurgreiðslu numið allt að 85% framleiðslukostnaðar en var áður 50%. Auk þess er rétt að geta að atvinnuveganefnd gerði þær breytingar á frumvarpi iðnaðarráðherra að auk þess að félög þurfi að vera skuldlaus við ríki og sveitarfélög, þá gildi það sama um aðra innlenda aðila.


NÝTT TÍMABIL HJÁ CAOZ - VILJA VINNA MEÐ ÞÉR !

"Um áramótin skiluðum við í CAOZ teiknimyndinni okkar Hetjum Valhallar – Þór í alþjóðlega dreifingu. Við erum óendanlega stolt af þessu afreki okkar, því þessi fyrsta íslenska teiknimynd í fullri lengd er nú þegar á leiðinni í dreifingu í yfir 60 löndum. Hér heima gekk henni einnig glimrandi vel en áhorfendafjöldinn á hana var svipaður og allur fjöldi íslenskra barna á aldrinum 5-10 ára sem er kjarnamarkhópurinn fyrir myndina.
 

 Við gerð þessarar myndar byggðum við upp sérfræðiþekkingu sem á enga sína líka hér á landi. Þrívíddartölvugrafík leikur í höndunum á okkur, auk þess sem við erum með á okkar snærum færustu sérfræðinga landsins í tölvukvikun, tölvubrellum, tölvulýsingu og þrívíddar tölvuvinnslu. Það er því engin ástæða að bíða eftir snjóbyl, úrhelli, rétta ljósinu, stórborgarbakgrunninum, risaeðlunni eða öðru sem vantar inn á myndefnið til að klára hugmyndina alla leið.
 
Allt frá stofnun 2001 höfum við í CAOZ unnið þjónustuverkefni hér á Íslandi samhliða framleiðslu á okkar eigin teiknimyndum. Eðlilega hefur mest öll okkar orka síðustu tvö ár farið í stórvirkið Þór en núna erum við tilbúin til að bretta upp ermar og takast á við spennandi kvikmynda- og auglýsingaverkefni með okkar frábæra starfsfólki sem hlakkar til að takast á við styttri verkefnaspretti.
 
Okkur klæjar í fingurna að fá að sýna hvað í okkur býr í verkefnum ykkar, stórum sem smáum. Til að gefa þér smá tilfinningu fyrir því sem við höfum gert, þá er hér lítið sýnismyndband af verkum okkarí gegnum tíðina. Viljir þú vita meira um okkur, þá skaltu endilega kíkja á www.caoz.comog það væri svo ekki úr vegi að skoða vefsíðu teiknimyndarinnar á www.legendsofvalhalla.com til að fræðast meira um þetta stóra verkefni."
 
Hafðu samband við Karólínu Stefánsdóttur – karolina@caoz.comeða Tinnu Hrönn Proppé – tinna@caoz.com– eða í síma 512-3550 – við tökum þér fagnandi.  


ICELANDIC CINEMA ONLINE VEFURINN !

Framleiðendur og aðrir rétthafar íslensks kvikmyndaefnis eru hvattir til að hafa samband hafi þeir áhuga að koma kvikmyndaefni sínu á framfæri á vefnum. 

Vefurinn býður upp á aðgengi að íslensku kvikmyndaefni hér á landi sem og erlendis. Stefnan er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af  kvikmyndum,  heimildarmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og  öðru kvikmyndatengdu efni frá Íslandi.

Kynningarvideo http://vimeo.com/30394102 

Icelandic Cinema Online
Gríðaleg aukning er í eftirspurn eftir kvikmyndaefni á netinu og mikilvægt að íslenskir framleiðendur  og kvikmyndagerðarfólki nýti sér þau tækifæri sem netið hefur upp á að bjóða.

Til að koma efni þínu á framfæri, vinsamlegast hafðu samband við Steffí í síma 771-3212 eða með því að senda henni mail á steffi@icelandiccinema.com

Icelandic Cinema Online á Facebook 
Icelandic Cinema Onine á vefnum


 

Dagskrá mánaðarins má finna með því að smella hér.

Í Bíó Paradís er einnig að finna veitingahús og verslun með 
mynddiska og annan kvikmyndatengdan varning.

Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. 
Bíó Paradís á facebook.
Bíó Paradís á vefnum


LUMAR ÞÚ Á EFNI Í FRÉTTABRÉF

Endilega sentu þá allar upplýsingar í pósti 
á filmmakers@filmmakers.is

FK Á FACEBOOK

Félag Kvikmyndargerðarmanna heldur uppi fésbókarsíðu sem inniheldur ýmsar fréttir, endilega skráðu þig og nýttu þér hana til að fylgjast með sem og koma þínum viðburðum á framfæri.

SÆKJA UM AÐILD AÐ FK

Félagar geta orðið þeir sem lokið hafa a.m.k. eins árs námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla, eða hafa sinnt skapandi eða sérhæfðum faglegum störfum við kvikmyndagerð í minnst 12 mánuði. Aðild að félaginu er bundin við einstaklinga.

UMSÓKN Í MENNINGARSJÓÐ

Menningarsjóðurinn úthlutar styrkjum eingöngu til einstaklinga sem eru félagar í FK og eru skuldlausir við félagið. Þarf minnst að hafa borgað tvenn ársgjöld.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til a sþ

STJÓRN FK 2011

Hrafnhildur Gunnarsdóttir
         
formaður
Stefanía Thors
         
varaformaður
Guðbergur Davíðsson
         
gjaldkeri
Anna Þóra Steinþórsdóttir
          
ritari
Anton Máni Svansson
         
stjórnarmaður
Arnar Marrow Einarsson
         
stjórnarmaður
Júlía Embla Katrínardóttir
         
stjórnarmaður
Guðmundur Erlingsson
         
varamaður stjórnar
Goði Már Guðbjörnsson
         
varamaður stjórnar

Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2010
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland
Email Marketing Powered by Mailchimp