Einhver vandamál við lesturinn? Smelltu hér til að opna í vafra (browser). 

FRÍÐINDI FYRIR FÉLAGSMEÐLIMI FK !

Nokkur fríðindi hafa bæst í hópinn uppá síðkastið.
t.d.
2 fyrir 1 á allar almennar sýningar í Sambíóum !
og afsláttur af leigu á græjum hjá DSLR.is !

Hér er yfirlit yfir öll fríðindin sem eru staðfest: 
(einnig má sjá þau á síðu FK, þar eru tenglar inná fyrirtækin)

Sambíóin bjóða 2 fyrir 1 á allar almennar sýningar.
Sena er með 2 fyrir 1 afslátt á Græna Ljós sýningar.
Kvikmyndasafn Íslands býður okkur á
sýningar í Bæjarbíói f. 400 kr.
Laugarásvideo býður okkur allar myndir á 400 kr.
DSLR.is býður okkur 10% afslátt af öllum leiguvörum á síðunni,
hækkar afsláttur svo uppí 35% eftir fyrsta dag leigu.

Myndbandavinnslan býður okkur 7% afslátt af vinnu og efni.
Gagnvirkni býður okkur 20% afslátt af allri þeirra þjónustu.
Eldhaf.is býður okkur afslátt og borga sendingarkostnaðinn.
Samskipti býður okkur 20% afslátt af allri vöru og þjónustu.
Pixel prentþjónusta býður okkur 25% afslátt.
iSíminn vefverslun býður sértilboð á öllum iPhone aukahlutum
ásamt afslátt af öllum iPhone viðgerðum.
Tölvutek býður sérkjör fyrir okkur, allt að 20% afslátt.
Tölvulistinn býður sérkjör fyrir okkur, 7-25% afslátt.
(tala v. Óskar í Hátúni)
Stofan Kaffihús býðir 10 bolla kaffikort á 2.500,-
Kaffifélagið á Skólavörðustíg veitir 5% aukaafslátt 
af afsláttarkortum og 10% af kílóapakkningum af kaffi.

Expressobarinn miðbæ býður okkur 20% afslátt.
Netbókhald býður 15% afslátt.
66 norður býður 15% afslátt.
Baðhúsið býður árskort fyrir kvikmyndakonur á 30% afslætti o.fl. 
sjá á síðu okkar.

UNO býður 20% afslátt í hádeginu.
Íslenski barinn er með alla rétti af hádegismatseðli á 1.000,- kr
og 20% afslátt
af mat og drykk.
Ölstofan býður bjórinn á 650 kr frá 17:00 – 00:00 alla daga.
Hamborgarabúllan býður okkur 15% afslátt.
Austur býður okkur 15% afslátt.. yfir daginn… fram á kvöld
(ekki um helgarnætur)
Vegamót býður okkur 15% afslátt.. yfir daginn… fram á kvöld
(ekki um helgarnætur)


Endilega nælið ykkur í félagsskírteini ! Það margborgar sig.
Nánari uppl. hér að neðan.

ÞÓNOKKRAR UMSÓKNIR HAFA BORIST OKKUR FYRIR UMSJÓNARMANN SHORTS&DOCS KVIKMYNDAHÁTÍÐARINNAR !

FK auglýsti í síðasta mánuði eftir manneskju til að sjá um heimilda- og stuttmyndahátíðina Reykjavík Shorts&Docs.

Stjórn FK mun fara yfir þær umsóknir fljótlega og mun niðurstaða liggja fyrir áður en maí mánuði lýkur.


HALDIÐ ÁFRAM AÐ ÚTDEILA FÉLAGSSKÍRTEINUM 
Fleiri skírteini koma í sniglapósti þessa vikuna.
Aðeins þeir sem voru búnir að borga félagsgjald þessa árs og búnir að senda mynd fyrir aðalfundinn eru að fá sitt skírteini núna.

Þeir sem sendu mynd nýlega þurfa bara að bíða eftir nýrri prentun sem verður vonandi mjög fljótlega. Látið bara í ykkur heyra ef þörf er á skírteini einsog skot.

Ef þið viljið nálgast skírteini eða fá sent á e-h sérstakan stað þá getið þið sent póst á filmmakers@filmmakers.is

Margir hafa borgað gjöldin en ekki sent mynd og sömuleiðis margir sem hafa sent mynd e-htímann en ekki búnir að borga. Við erum með skírteinin tilbúin fyrir marga, svo það um að gera að greiða gjaldið til þess að geta nýtt það sem fyrst.
Fríðindin getið þið skoðað á heimasíðu okkar www.filmmakers.is

ICELANDIC CINEMA ONLINE VEFURINN !
Icelandic Cinema Online er nýr íslenskur vefur sem fer í loftið í 19.maí.
Leikur hefst á facebook síðunni næstkomandi mánudag, þann 9.maí.

Vefurinn býður upp á aðgengi að íslensku kvikmyndaefni hér á landi sem og erlendis. Stefnan er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af  kvikmyndum,  heimildarmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og  öðru kvikmyndatengdu efni frá Íslandi.  

Löglegt aðgengi að íslensku efni á netinu hefur verið takmarkað hingað tilIcelandic Cinema Online og  markmiðið með vefnum að bæta úr því. Vefurinn er einnig góður vettvangur fyrir framleiðendur að koma kvikmyndaefni sínu á framfæri á mun stærra markaðssvæði en gengur og gerist í gegnum hefbundnar dreifileiðir.

Gríðaleg aukning er í eftirspurn eftir kvikmyndaefni á netinu og mikilvægt að íslenskir framleiðendur  og kvikmyndagerðarfólki nýti sér þau tækifæri sem netið hefur upp á að bjóða.

Aðstandendur Icelandic Cinema Online eru um þessar mundir að safna kvikmyndaefni fyrir vefinn.. Efnisöflun hefur gengið vel fram að þessu og framleiðendur almennt hrifnir af verkefninu.

Framleiðendur og aðrir rétthafar íslensks kvikmyndaefnis eru hvattir til að hafa samband hafi þeir áhuga að koma kvikmyndaefni sínu á framfæri á vefnum.  Vinsamlegast hafið samband við Sunnu í síma 6930995 eða með því að senda henni mail á sunna@icelandiccinema.com.

Icelandic Cinema Online á Facebook 
Icelandic Cinema Onine á vefnum

SKELLTU ÞÉR Í BÍÓ PARADÍS !
Dagskrá Maí og Júní mánaðar má finna með því að smella hér.


Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum.

T.d. munu Bíó Paradís sýna á fimmta tug íslenskra kvikmynda frá tuttugu ára tímabili í allt sumar. Myndirnar eru sýndar með enskum texta. Hefst 6. maí.
Í Bíó Paradís er einnig að finna veitingahús og verslun með 
mynddiska og annan kvikmyndatengdan varning.

Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. 

Bíó Paradís á facebook.
Bíó Paradís á vefnum

 

VINNUSTOFA UM STAFRÆNAR DREIFINGARLEIÐIR

Dagana
5. – 9. júní fer fram vinnustofa í Árhúsum í Danmörku um dreifingu myndefnis í stafrænum miðlum. Vinnustofan miðar að því að auka þekkingu framleiðenda og dreifingaraðila á stafrænni dreifingu og kynna þá möguleika sem í henni felast. Það er engin dagsetning á umsóknarfrestinum, heldur miðast hann við sætaframboð og lýkur þegar tilteknum fjölda er náð.

Á vinnustofunni verður farið yfir margvísleg atriði sem tengjast stafrænni dreifingu, meðal annars réttindamál, hvernig nota megi netið til að byggja upp eftirvæntingu fyrir verkefnum, þróun efnis til dreifingar í mismunandi miðlum og fleira.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.

Dagskrá vinnustofunnar má nálgast hér.


SKJALDBORG HEIMILDAMYNDAHÁTÍÐ - UMSÓKNARFRESTUR 10.MAÍ

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina, 10. – 12. júní. Umsóknarfrestur til að senda inn mynd á hátíðina er til 10. maí.

Hvítasunnuhelgina 10. - 12. júní verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, haldin á Patreksfirði í fimmta sinn. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2011 valin af áhorfendum.

Á Skjaldborgarhátíðinni í fyrra voru frumsýndar hátt í 30 íslenskar heimildamyndir og hlaut dagskráin mikið lof kvikmyndagerðarfólks og annarra gesta. Backyard eftir Árna Sveinsson var valin besta myndin í fyrra en myndin hefur undanfarið vakið verðskuldaða athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Gróska hefur aldrei verið meiri í heimildamyndagerð hér á landi en á sama tíma er erfitt að fá myndirnar sýndar í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Skjaldborg sýnir því heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin afar fjölbreytt.

Umsóknarfrestur er til 10. maí. Til að heimildamynd teljist gjaldgeng á Skjaldborg má hún hvorki hafa verið sýnd í sjónvarpi né í kvikmyndahúsi.

Þeir sem vilja koma mynd að á hátíðinni sendi DVD eintak á:

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda

℅ Tinna Ottesen & Janus Bragi Jakobsson

Óðinsgata 22, 101 Reykjavík

Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt þegar nær dregur.
Skjaldborg á Facebook

 

SKILAFRESTUR Í NORDISK PANORAMA

Myndir kláraðar 2011: skila í síðasta lagi 15.Maí

Nordisk Panorama mun fara fram dagana 23. – 28. september 2011 í Árhúsum Danmörku. Stutt-og heimildamyndir framleiddar 2010-2011 teljast gjaldgengar séu þær:

  • Sjálfstæð framleiðsla
  • Norræn framleiðsla eða leikstýrt af norrænum leikstjóra
  • Textaðar á ensku eða til í enskri útgáfu

Umsóknum skal skila inn rafrænt og hægt er að fylla þær út hér. Frekari upplýsingar og reglugerðir má finna hér.

Heimasíða Nordisk Panorama


ÁHERSLA Á ÍSLAND OG NOREG Á STUTTMYNDAHÁTÍÐ Í RÓM - UMSÓKNARFRESTUR TIL 23.MAÍ

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Cortiandcigarettes í Róm hefur í ár sérstakan flokk kallaðan “Scandinavian short” sem leggur áherslu á stuttmyndir frá löndum norður Evrópu og sér í lagi myndir frá Íslandi og Noregi.

Hátíðin er opin öllum og óska aðstandendur eftir stuttmyndum til að sýna á hátíðinni. Umsjónarmaður á Íslandi er Pamela De Sensi, formaður Ítalska félagsins á Íslandi, og má hafa samband við hana bæði í síma 866-8229 sem og í tölvupóstfangið scandinavian.cortiandcigarettes@gmail.com fyrir 23. maí., en 28. maí verða myndirnar sem valdar eru á hátíðina sýndar í Salnum, Kópavogi.STUTTMYNDADAGAR Í REYKJAVÍK HALDNIR Í BÍÓ PARADÍS Í JÚNÍ - UMSÓKNARFRESTUR TIL 24.MAÍ

.
Hinir árlegu Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís dagana 15.-16. júní næstkomandi. Keppt er um bestu stuttmyndina og verða veitt þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar, 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr. fyrir annað sætið og 50.000 kr. fyrir þriðja sætið. Frestur til að skila inn myndum rennur út þann 24. maí en nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.

Í dómnefnd Stuttmyndadaga eru eftirtaldir: Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi, Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður og Lars Emil Árnason handritshöfundur og leikstjóri.

Líkt og venja er munu áhorfendaverðlaun verða veitt sérstaklega. Auk þess mun Sjónvarpið sýna þær myndir sem hljóta áðurnefnd verðlaun. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið, boðið á Kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner.

Sérstök athygli er vakin á því að myndir megi ekki fara yfir 15 mínútur að lengd. Þá verða innsendar myndir að notast við Íslendinga í lykilstörfum og/eða hlutverkum.

Stuttmyndadagar hafa verið grasrótarvettvangur íslenskra kvikmynda allt frá 1991. Þar hafa fjölmargir kvikmyndagerðarmenn, sem síðar hafa getið sér gott orð, stigið sín fyrstu spor. Má þar m.a. nefna Árna Óla Ásgeirsson, Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur, Rúnar Rúnarsson, Ragnar Bragason, Róbert Douglas, Grím Hákonarson, Reyni Lyngdal og Gunnar B. Guðmundsson.
Umsjón með Stuttmyndadögum 2011 er í höndum Bíó Paradísar. 
 

VINNUSTOFA FYRIR UNGA, HEIMILDAMYNDALEIKSTJÓRA OG FRAMLEIÐENDUR - FRESTUR TIL 25.MAÍ

Twelve for the Future er vinnustofa fyrir unga, norræna framleiðendur og leikstjóra sem hyggja á erlenda samframleiðslu heimildamynda. Á vinnustofunni verður einblínt á þróun alþjóðlegra samframleiðsluverkefna, eflingu tengslanets og að koma á sambandi á milli kvikmyndagerðarmanna og fjárfesta.

Frestur til að sækja um þátttöku á vinnustofunni rennur út þann 25. maí. Vinnustofan fer fram í tveimur hlutum, annars vegar í Kaupmannahöfn í september 2011 og hins vegar í Helsinki í janúar 2012, á sama tíma og DocPoint kvikmyndahátíðin stendur yfir.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.
 

SKÝRSLA UM KORTLAGNINGU Á HAGRÆNUM ÁHRIFUM SKAPANDI GREINA KOMIN ÚT

Skýrslan er skrifuð í kjölfar kynningar á tölulegum niðurstöðum rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina, sem fram fór 1. desember sl. í Bíó Paradís. Með skýrslunni er lokið vinnunni við þessa tilteknu rannsókn, sem Samráðsvettvangur skapandi greina ásamt mennta- og menningarmálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, efnahags- og viðskiptaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti og Íslandsstofa stóðu fyrir og fjármögnuðu.

Höfundar skýrslunnar eru Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir og Tómas Young.

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að opna skýrsluna:
Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina


SAMTÖK SKAPANDI GREINA STOFNUÐ

Samtök skapandi greina, SSG, voru formlega stofnuð þriðjudaginn 3. maí. Að samtökunum standa allar kynningarmiðstöðvar lista og skapandi greina á Íslandi og samtök í hverri grein. Þau samtök, sem eru bakhjarlar kynningarmiðstöðva, mynda breiðustu fylkingu fagfólks í skapandi greinum í landinu.

SSG munu vinna að sameiginlegri stefnumótun greinanna, í samstarfi við opinbera aðila og íslenskt atvinnulíf. Heildarmarkmið SSG er að þáttur skapandi greina í hagkerfi landsins sé tryggður.

Samtökin taka við hlutverki Samráðsvettvangs skapandi greina sem hefur verið leiðandi í sameiginlegri stefnumótun greinanna á síðustu tveimur árum og átti frumkvæði að því að rannsókn um hagræn áhrif skapandi greina var hrundið af stað. Tölulegar niðurstöður rannsóknarinnar sem kynnt var 1. desember s.l. leiddu í ljós að skapandi greinar eru einn helsti atvinnuvegur þjóðarinnar.

Samtök skapandi greina munu stuðla að áframhaldandi rannsóknum á greinunum, tryggja að þær njóti hagstæðra vaxtarskilyrða og að þau sóknarfæri sem liggja í skapandi greinum séu nýtt í þágu hagvaxtar og lífsgæða. Jafnframt munu samtökin beita sér fyrir fræðsluverkefnum og endurmenntun fagfólks greinanna.

Stofnfélagar Samtaka skapandi greina eru:

Samtónn (ÚTÓN og Íslensk tónverkamiðstöð), Kvikmyndamiðstöð Íslands, Leiklistarsamband Íslands, KÍM (kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar), Bókmenntasjóður, Hönnunarmiðstöð Íslands og IGI – Icelandic Gaming Industry (Samtök tölvuleikjaframleiðenda).

Fyrsti talsmaður Samtaka skapandi greina er Ása Richardsdóttir, forseti Leiklistarsambands Íslands, og veitir hún allar nánari upplýsingar í síma 664 0404 eða á netfangi asa@leikhopar.is

LUMAR ÞÚ Á EFNI Í FRÉTTABRÉF

Endilega sentu þá allar upplýsingar í pósti á filmmakers@filmmakers.is

FK Á FACEBOOK

Félag Kvikmyndargerðarmanna heldur uppi fésbókarsíðu sem inniheldur ýmsar fréttir, endilega skráðu þig og nýttu þér hana til að fylgjast með sem og koma þínum viðburðum á framfæri.

SÆKJA UM AÐILD AÐ FK

Félagar geta orðið þeir sem lokið hafa a.m.k. eins árs námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla, eða hafa sinnt skapandi eða sérhæfðum faglegum störfum við kvikmyndagerð í minnst 12 mánuði. Aðild að félaginu er bundin við einstaklinga.

UMSÓKN Í MENNINGARSJÓÐ

Menningarsjóðurinn úthlutar styrkjum eingöngu til einstaklinga sem eru félagar í FK og eru skuldlausir við félagið. Þarf minnst að hafa borgað tvenn ársgjöld.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til a sþ

STJÓRN FK 2011

Hrafnhildur Gunnarsdóttir
         
formaður
Stefanía Thors
         
varaformaður
Guðbergur Davíðsson
         
gjaldkeri
Anna Þóra Steinþórsdóttir
          
ritari
Anton Máni Svansson
         
stjórnarmaður
Arnar Marrow Einarsson
         
stjórnarmaður
Júlía Embla Katrínardóttir
         
stjórnarmaður
Guðmundur Erlingsson
         
varamaður stjórnar
Goði Már Guðbjörnsson
         
varamaður stjórnar

Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2010
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland
Email Marketing Powered by Mailchimp