Einhver vandamál við lesturinn? Smelltu hér til að opna í vafra (browser). 

FRÍÐINDI FYRIR FÉLAGSMEÐLIMI FK !
2 fyrir 1 á allar almennar sýningar í Sambíóum !

Endilega nælið ykkur í félagsskírteini !
Það margborgar sig.

NÝR ÞJÓNUSTUSAMNINGUR UNDIRRITAÐUR VIÐ RÚV
27. maí síðastliðin barst frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu tilkynning um að nýr þjónustusamningur hefði verið undirritaður við RÚV. Samninginn undirrituðu fyrir hönd ríkissins Katrín Jakobsdóttir ráðherra, Páll Magnússon útvarpsstjóri og Svanhildur Kaaber formaður stjórnar Ríkisútvarpssins. Þar með lauk endurskoðun þjónustusamningsins sem hafði dregist í tæp 2 ár. Formenn og fulltrúar hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna hafa ekki fengið að sjá nýja samninginn en þau höfðu um nokkurt skeið setið við stefnumótun á vegum kvikmyndaráðs og gert tillögur að ýmsum lagfæringum á samningnum og nýju samkomulagi við ríkið um stefnumótun í kvikmyndaiðnaðnum. Kvikmyndaráð gerði það að tillögu sinni m.a. að a.m.k. 10% af því fjármagni sem ríkið leggur til RÚV fari til verkefna sem eiga möguleika á styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Samkvæmt fréttum er einungis gert ráð fyrir 6% og það árið 2013 en það er langt frá tillögum ráðsins.  Þar sem innihald samingsins hefur ekki verið kunngjört er ómöglegt að segja til um hvort ráðherra og samningamenn ráðuneytisins hafi farið að ráðleggingum kvikmyndaráðs.

Hér er hlekkur á fréttatilkynningu frá vef mennta- og menningarmálaráðuneytinu: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6037

GAGNAGRUNNUR KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR - ÍTREKUN !
Kvikmyndamiðstöð Íslands mun opna gagnagrunn um íslenskar kvikmyndir þann 8. júní næstkomandi ....
Búið er að skrá inn ríflega 450 titla og tæplega 6000 einstaklinga. Eins og gefur að skilja þá slæðast inn villur þegar um svo mikið gagnamagn er að ræða. Það er því mikilvægt að þið, aðstandendur að og þátttakendur í íslenskri kvikmyndagerð, farið yfir skráningar sem tengjast ykkur og komið á framfæri við Kvikmyndamiðstöð Íslands ef leiðréttinga eða viðbóta er þörf.
Þrátt fyrir þann fjölda titla sem þegar er búið skrá er okkur engu að síður ljóst að fjölda titla vantar enn. Viljum við því biðja aðstandendur þeirra titla sem vantar inn í grunninn að senda okkur nauðsynlegar upplýsingar svo úr því megi bæta.

Hér að neðan má finna frekari leiðbeiningar um hvernig skal standa að skilum á athugasemdum: 
Nyskraning_leidretting_titla
Leidrettingar_fyrir_einstaklinga
I_ykkar_hondum

Það er gríðarlega mikilvægt að þið takið þátt í þessu með okkur og sendið okkur upplýsingar sem allra fyrst. Þetta er einstakt tækifæri til að safna saman réttum og ítarlegum upplýsingum um íslenska kvikmyndagerð og íslenskt kvikmyndagerðarfólk. Slík upplýsingaveita mun nýtast á margvíslegan hátt, meðal annars í kynningarstarf, fyrir hátíðarstjóra og fræði-og blaðamenn.
 
Endilega sendið athugasemdir til Tjörva, tjorvi@kvikmyndamidstod.is.
Slóðin á gagnagrunninnn er: kmivefur.eplica.is
 
Athugið að síðan er á ensku og íslensku. Því væri afar gott ef þið gengjuð úr skugga um að synopsar séu rétt skráðir á íslensku og ensku.
www.icelandicfilmcentre.is

VANTAR ÞIG FÉLAGSSKÍRTEINI ? 
Þeir sem sendu mynd nýlega þurfa bara að bíða eftir nýrri prentun sem verður vonandi mjög fljótlega. Látið bara í ykkur heyra ef þörf er á skírteini einsog skot.

Ef þið viljið nálgast skírteini eða fá sent á e-h sérstakan stað þá getið þið sent póst á filmmakers@filmmakers.is
Margir hafa borgað gjöldin en ekki sent mynd og sömuleiðis hafa margir sent mynd e-htímann en eru ekki búnir að borga.
Við hvetjum ykkur til að klára málin svo við getum afhent ykkur skírtieini.

Við erum með skírteini tilbúin fyrir marga, svo það um að gera að greiða gjaldið til þess að geta nýtt það sem fyrst.
Fríðindin getið þið skoðað á heimasíðu okkar www.filmmakers.is

ICELANDIC CINEMA ONLINE VEFURINN !
Nýr vefur með íslensku kvikmyndaefni er kominn í loftið!

Vefurinn býður upp á aðgengi að íslensku kvikmyndaefni hér á landi sem og erlendis. Stefnan er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af  kvikmyndum,  heimildarmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og  öðru kvikmyndatengdu efni frá Íslandi.  

Löglegt aðgengi að íslensku efni á netinu hefur verið takmarkað hingað tilIcelandic Cinema Online og  markmiðið með vefnum að bæta úr því. Vefurinn er einnig góður vettvangur fyrir framleiðendur að koma kvikmyndaefni sínu á framfæri á mun stærra markaðssvæði en gengur og gerist í gegnum hefbundnar dreifileiðir.

Gríðaleg aukning er í eftirspurn eftir kvikmyndaefni á netinu og mikilvægt að íslenskir framleiðendur  og kvikmyndagerðarfólki nýti sér þau tækifæri sem netið hefur upp á að bjóða.

Aðstandendur Icelandic Cinema Online eru um þessar mundir að safna kvikmyndaefni fyrir vefinn.. Efnisöflun hefur gengið vel fram að þessu og framleiðendur almennt hrifnir af verkefninu.

Framleiðendur og aðrir rétthafar íslensks kvikmyndaefnis eru hvattir til að hafa samband hafi þeir áhuga að koma kvikmyndaefni sínu á framfæri á vefnum.
Vinsamlegast hafið samband við Sunnu í síma 6930995 eða með því að senda henni mail á sunna@icelandiccinema.com.
Icelandic Cinema Online á Facebook 
Icelandic Cinema Onine á vefnum

SKELLTU ÞÉR Í BÍÓ PARADÍS !
Dagskrá Júní mánaðar má finna með því að smella hér.


Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum.

T.d. munu Bíó Paradís sýna á fimmta tug íslenskra kvikmynda frá tuttugu ára tímabili í allt sumar. Myndirnar eru sýndar með enskum texta. Hefst 6. maí.
Í Bíó Paradís er einnig að finna veitingahús og verslun með 
mynddiska og annan kvikmyndatengdan varning.

Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. 
Bíó Paradís á facebook.
Bíó Paradís á vefnum

VINNUSTOFA UM STAFRÆNAR DREIFINGARLEIÐIR
Dagana
5. – 9. júní fer fram vinnustofa í Árhúsum í Danmörku um dreifingu myndefnis í stafrænum miðlum. Vinnustofan miðar að því að auka þekkingu framleiðenda og dreifingaraðila á stafrænni dreifingu og kynna þá möguleika sem í henni felast. Það er engin dagsetning á umsóknarfrestinum, heldur miðast hann við sætaframboð og lýkur þegar tilteknum fjölda er náð.

Á vinnustofunni verður farið yfir margvísleg atriði sem tengjast stafrænni dreifingu, meðal annars réttindamál, hvernig nota megi netið til að byggja upp eftirvæntingu fyrir verkefnum, þróun efnis til dreifingar í mismunandi miðlum og fleira.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.
Dagskrá vinnustofunnar má nálgast hér.

UMSÓKNARFRESTUR Á NORDISK FORUM RENNUR ÚT 10. JÚNÍ
Samframleiðslufundurinn Nordisk Forum fer fram í Árhúsum í Danmörku dagana 25.-27. september næstkomandi. Þar gefst kvikmyndagerðarfólki frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum færi á að kynna heimildamyndir í þróun fyrir hugsanlegum samframleiðendum. Samtökin Filmkontakt Nord standa fyrir fundinum, sem fer fram á sama tíma og Nordisk Panorama.

Umsóknarfrestur til þátttöku í Nordisk Forum rennur út 10. júní. Nánari upplýsingar og umsóknargögn má nálgast á hér.

SKJALDBORG - HALDIN Í FIMMTA SINN 10-12.JÚNÍ
Dagskrá Skjaldborgar 2011, hátíðar íslenskra heimildamynda, hefur tekið á sig fullmótaða mynd. Yfir tuttugu nýjar íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni. Heiðurgestur Skjaldborgar í ár er Ómar Ragnarsson. Stiklur úr áður óbirtum Kárahnjúkamyndum Ómars frumsýndar á hátíðinni.

Hátíðin verður haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina, 10. – 12. júní. Yfir 20 nýjar íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni og spennandi verkefni í vinnslu verða kynnt.  

Á meðal mynda sem frumsýndar verða eru

Bakka-Baldur eftir leikstjórann Þorfinn Guðnason, Land míns föður eftir Olaf de Fleur, Ge9n eftir Hauk Má Helgason, Rangsælis eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Húdas Húdas eftir Frosta Jón Runólfsson. Halldór Halldórsson kynnir verk í vinnslu, HKL: Anti American Wins Nobel Prize, heimildamynd um pólitíkina í lífi Halldórs Laxness.

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er dáðasti tengdasonur Patreksfjarðar, Ómar Ragnarsson. Ómar þekkja allir sem skemmtikraft og fjölmiðlamann en Ómar er ekki síður frumkvöðull í íslenskri heimildamyndagerð. Hann fagnar um þessar mundir 40 ára ferli sem heimildamyndagerðarmaður en mynd hans Hamarinn sem hæst við himinn ber sem fjallar um Látrabjarg við Patreksfjörð var frumsýnd á RÚV árið 1971. Síðan þá hefur Ómar verið afkastamikill í dagskrár- og heimildamyndagerð en þegar nafn hans er slegið upp í safnadeild RÚV er hann skráður fyrir rúmlega 1200 titlum.   Ómar er þekktur fyrir sérstaka aðferðafræði við vinnu sína og má með sanni kalla hann sjálfbæran kvikmyndagerðarmann þar sem tökulið hans samanstendur oftar en ekki einungis af honum sjálfum, myndavél og í sumum tilfellum flugvél.  
Laugardagskvöld hátíðarinnar í ár verður helgað Ómari Ragnarssyni en þá munu Ómar og útvarpsmaðurinn Andri Freyr rekja feril Ómars. Áhorfendum gefst einstakt tækifæri til að sjá brot úr bæði þekktum og minna þekktum verkum Ómars og fá þannig heildarsýn yfir einstakan feril hans. Einn af hápunktum þeirrar dagskrár verður sýning á áður óbirtu efni sem Ómar tók úr Örkinni svokölluðu. Örkin er bátur sem Ómar lét ferja upp á hálendið til þess að mynda landslagið sem sökkt var fyrir uppistöðulón Kárahnjúka en Ómar er með tvær stórar myndir í bígerð um það efni.
 
Á Skjaldborg verður því eitthvað fyrir alla en aðrir viðburðir á hátíðinni eru plokkfiskveisla í boði kvenfélagsins, fiskiveisla í Sjóræningjahúsinu, uppistandkvöld, sveitaball og afhending á Einarnum, áhorfendaverðlaunum hátíðarinnar.
  
Nánari upplýsingar um hátíðina, dagskrána og efnisatriði einstakra mynda er að finna á heimasíða hátíðarinnar: www.skjaldborg.com
Skjaldborg er einnig að finna á Facebook:
http://www.facebook.com/pages/Skjaldborg-H%C3%A1t%C3%AD%C3%B0-%C3%ADslenskra-heimildamynda/153727054691247
 

STUTTMYNDADAGAR Í REYKJAVÍK HALDNIR Í BÍÓ PARADÍS Í JÚNÍ
Hinir árlegu Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís dagana 15.-16. júní næstkomandi. Keppt er um bestu stuttmyndina og verða veitt þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar, 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr. fyrir annað sætið og 50.000 kr. fyrir þriðja sætið.

Í dómnefnd Stuttmyndadaga eru eftirtaldir: Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi, Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður og Lars Emil Árnason handritshöfundur og leikstjóri.

Líkt og venja er munu áhorfendaverðlaun verða veitt sérstaklega. Auk þess mun Sjónvarpið sýna þær myndir sem hljóta áðurnefnd verðlaun. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið, boðið á Kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner.

Sérstök athygli er vakin á því að myndir megi ekki fara yfir 15 mínútur að lengd. Þá verða innsendar myndir að notast við Íslendinga í lykilstörfum og/eða hlutverkum.

Stuttmyndadagar hafa verið grasrótarvettvangur íslenskra kvikmynda allt frá 1991. Þar hafa fjölmargir kvikmyndagerðarmenn, sem síðar hafa getið sér gott orð, stigið sín fyrstu spor. Má þar m.a. nefna Árna Óla Ásgeirsson, Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur, Rúnar Rúnarsson, Ragnar Bragason, Róbert Douglas, Grím Hákonarson, Reyni Lyngdal og Gunnar B. Guðmundsson.  

LUMAR ÞÚ Á EFNI Í FRÉTTABRÉF

Endilega sentu þá allar upplýsingar í pósti á filmmakers@filmmakers.is

FK Á FACEBOOK

Félag Kvikmyndargerðarmanna heldur uppi fésbókarsíðu sem inniheldur ýmsar fréttir, endilega skráðu þig og nýttu þér hana til að fylgjast með sem og koma þínum viðburðum á framfæri.

SÆKJA UM AÐILD AÐ FK

Félagar geta orðið þeir sem lokið hafa a.m.k. eins árs námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla, eða hafa sinnt skapandi eða sérhæfðum faglegum störfum við kvikmyndagerð í minnst 12 mánuði. Aðild að félaginu er bundin við einstaklinga.

UMSÓKN Í MENNINGARSJÓÐ

Menningarsjóðurinn úthlutar styrkjum eingöngu til einstaklinga sem eru félagar í FK og eru skuldlausir við félagið. Þarf minnst að hafa borgað tvenn ársgjöld.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til a sþ

STJÓRN FK 2011

Hrafnhildur Gunnarsdóttir
         
formaður
Stefanía Thors
         
varaformaður
Guðbergur Davíðsson
         
gjaldkeri
Anna Þóra Steinþórsdóttir
          
ritari
Anton Máni Svansson
         
stjórnarmaður
Arnar Marrow Einarsson
         
stjórnarmaður
Júlía Embla Katrínardóttir
         
stjórnarmaður
Guðmundur Erlingsson
         
varamaður stjórnar
Goði Már Guðbjörnsson
         
varamaður stjórnar

Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2010
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland
Email Marketing Powered by Mailchimp