Einhver vandamál við lesturinn? Smelltu hér til að opna í vafra (browser). 

FRÉTTATILKYNNING: KVÍ BÝÐUR Í BÍÓ

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands bjóða þingmönnum,

embættismönnum og landsmönnum öllum í bíó. 

Sýndar verða nokkrar myndir eftir nemendur, í Bíó Paradís á degi menningarnætur, þann 20. ágúst kl. 16:00. 
 
Nemendur vilja með þessu sýna gæði skólans sem býður upp á ódýrasta kvikmyndanám í veröldinni. Hann hlaut aðild að hinum virtu CILECT samtökum fyrr í vor en um er að ræða alþjóðasamtök fremstu kvikmyndaskóla í heiminum. 
 
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er boðuð sem heiðursgestur á sýninguna í ljósi nýfallinna ummæla hennar í hádegisfréttum RÚV þann 19. ágúst 2011, þar sem hún fullyrðir að skólanum standi til boða aukin fjárframlög, að nemendum verði tryggð námslán og samið verði um lausn. 
 
www.stadreyndir.is - Staðreyndir Kvikmyndaskóla Íslands


KVIKMYNDASKÓLINN STENDUR Í BARÁTTU

Áætlað er að kennsla í skólanum hefjist samkvæmt stundaskrá 22. ágúst næstkomandi og vonast er til að lausn verði komin á málinu fyrir þann tíma. 

Hvað er kvikmyndaskóli Íslands ?
- hér má sjá brot úr verkum nemenda á vorönn
- hér má sjá tímalínu skólans - hver hefur þróunin verið ?

Ert þú búin/n að kvitta á undirskriftaplaggið
- Áskorun til stjórnvalda ? 
ef ekki -------- smelltu hér ---------   

Hér að neðan má finna tengla á nokkrar af ýmsum fréttum síðustu daga:

Stjórn skólans ósátt við Katrínu Jakobsdóttur - DV.is
Þrettán milljónir ber á milli - Vísir.is
Gagnrýnir tregðu ríkisins til að styrkja skólann - Vísir.is
Nemendur skólans láta í sér heyra - Pressan.is
Hægt er að hlaða niður pdf skjali með yfirlýsingu nemenda --HÉR--
Setur skilyrði fyrir stuðningi - Mbl.is
Nemar við skólann ánægðir með viðbrögð Jóhönnu - Vísir.is
Þráinn styður ekki fjárlög að óbreyttu - Vísir.is
Meira fé þarf til óbreyttrar starfsemi - Vísir.is
Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis - Vísir.is

Fréttatilkynning frá stjórn Kvikmyndaskóla Íslands í byrjun ágúst :

Í tilefni af frétt í gær, á frídegi verslunarmanna, sendir stjórn Kvikmyndaskóla Íslands (KVÍ) frá sér svohljóðandi yfirlýsingu.
Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands staðfestir að ekki hefur tekist að endurnýja samning skólans við mennta- og menningarmálaráðuneytið en samningur skólans við ráðuneytið og stafsleyfi hans rann út 31. júlí. Hafa samningaviðræður við ráðuneytið um endurnýjaðan samning og starfsleyfi staðið yfir í tæpt ár. Lokatilraunir standa nú yfir til að ná samningum þegar framundan er tuttugasta starfsár skólans. hafa
Deilur hafa staðið við embættismenn um hvernig skóli KVÍ eigi að vera og um fjárveitingar til skólans.
Þrír ráðherrar mennta- og menningarmálaráðuneytis hafa fengið málið í hendur en ekki gengið frá því. Sá fjórði, Ögmundur Jónasson, er nú með málið sem starfandi menntamálaráðherra.
Stjórn skólans er mjög ósátt við að Katrín Jakobsdóttir skyldi ekki ganga frá samningum við skólann áður en hún fór í barneignaleyfi, eins og hún og ríkisstjórnin gerðu gagnvart Keili í byrjun maí. Forsvarsmenn skólans höfðu þá í marga mánuði unnið samkvæmt hennar forskrift að formlegu samstarfi við Háskóla Íslands á háskólastigi og hafði náð mikilvægum áfanga í þeirri vinnu.

Stjórn skólans hefur í allt sumar reynt til þrautar að ná samningum við ráðuneytið án árangurs. Afleiðingin er að kennarar og starfsfólk hefur ekki fengið launin sín fyrir vinnu við síðustu önn greidd í allt að fjóra mánuði. Samningsleysið við ráðuneytið hefur gert það að verkum að skólinn fær ekki
bankafyrirgreiðslu og getur því ekki greitt laun.

Hér er um rúmlega 50 manna hóp að ræða. KVÍ hefur verið mikilvægur vinnustaður kvikmynda-gerðarmanna og listamanna úr öllum greinum. Skólinn hefur greitt um 390 milljónir í laun til listamanna frá 2007 til þessa dags og hefur getið sér gott orðspor sem áreiðanlegur vinnuveitandi. Enda
hefur stór kjarni starfsmanna haldið áfram vinnu launalaust til að bjarga skólanum. Nú er hins vegar komið að þolmörkum. Þetta eru erfið mánaðamót fyrir marga og launagreiðslur verða að berast næstu daga annars blasa örþrifaráð við í neyð hjá mörgum fjölskyldum. Bæði stjórnmála- og embættismönnum hefur þessi staðreynd verið ljós um margra vikna skeið. Þá eru 150 nemendur að bíða staðfestingar ráðuneytis á að skólinn starfi sitt tuttugasta starfsár. Margir þeirra hafa lagt á sig fjárhagslegar skuldbindingar sem heimta að þeir fái að ljúka námi við skólann og komist til starfa.

Forsætisráðuneytinu var sent neyðarkall 19. maí þar gert var grein fyrir stöðunni. Fjallað var lítilega um málið í ríkisstjórn þaðan sem það var sent aftur til mennta- og menningarmálaráðuneytisins að beiðni
Katrínar Jakobsdóttur sem síðan fylgdi málinu ekki eftir. Málefni KVÍ hafa síðan legið óhreyfð í ráðuneytinu. Þráinn Bertelsson alþingis- og kvikmyndagerðarmaður og Skúli Helgason alþingismaður og formaður menntamálanefndar hafa meðal annarra þrýst á frágang málsins.

KVÍ sem verður 20 ára á næsta ári, er einn framsæknasti listaskóli landsins og fékk nú í apríl inngöngu í hin virtu alþjóðasamtök kvikmyndaskóla CILECT. Það var hinn heimsfrægi kvikmyndaframleiðandi
og skólastjóri The National Film and Television School í London, Nik Powell, sem sá um úttektina á KVÍ og veitti skólanum fyrsta flokks umsögn. Nemendur skólans eru orðnir mjög áberandi í íslenskum kvikmyndaiðnaði og stuðla þar að þenslu og vexti í myndmiðlaiðnaðinum, sem er atvinnugrein með mikla vaxtamöguleika.

Stjórn skólans vill benda á eftirfarandi staðreynd. Af 42 nemendum sem stóðust inntökupróf til að hefja nám við skólann í haust, þá voru 36 á atvinnuleysisskrá. Af 33 nemendum sem útskrifuðust í vor það fengu 20 strax vinnu við mynd Ridley Scott. Myndmiðlaiðnaðurinn velti nú ágúst rúmlega 2 milljörðum; með sölunni á Latabæ til Turner, framleiðslunni hjá Ridley Scott, og innlendri framleiðslu. Framundan eru stór verkefni þar sem KVí er mikilvægur hlekkur í að mennta fólk til starfa sem eini kvikmyndaskóli landsins.

Stjórn KVÍ telur óskiljanlegt að stjórnvöld skuli ekki meta starf og hlutverk Kvikmyndaskóla Íslands í endurreisn íslensks atvinnulífs og skorar á ríkisstjórn og ráðuneyti að ganga frá samningum nú þegar, svo hægt sé að hefja störf við skólann .

Stjórn og rektor KVÍ

LUMAR ÞÚ Á EFNI Í FRÉTTABRÉF

Endilega sentu þá allar upplýsingar í pósti á filmmakers@filmmakers.is

FK Á FACEBOOK

Félag Kvikmyndargerðarmanna heldur uppi fésbókarsíðu sem inniheldur ýmsar fréttir, endilega skráðu þig og nýttu þér hana til að fylgjast með sem og koma þínum viðburðum á framfæri.

SÆKJA UM AÐILD AÐ FK

Félagar geta orðið þeir sem lokið hafa a.m.k. eins árs námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla, eða hafa sinnt skapandi eða sérhæfðum faglegum störfum við kvikmyndagerð í minnst 12 mánuði. Aðild að félaginu er bundin við einstaklinga.

UMSÓKN Í MENNINGARSJÓÐ

Menningarsjóðurinn úthlutar styrkjum eingöngu til einstaklinga sem eru félagar í FK og eru skuldlausir við félagið. Þarf minnst að hafa borgað tvenn ársgjöld.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til a sþ

STJÓRN FK 2011

Hrafnhildur Gunnarsdóttir
         
formaður
Stefanía Thors
         
varaformaður
Guðbergur Davíðsson
         
gjaldkeri
Anna Þóra Steinþórsdóttir
          
ritari
Anton Máni Svansson
         
stjórnarmaður
Arnar Marrow Einarsson
         
stjórnarmaður
Júlía Embla Katrínardóttir
         
stjórnarmaður
Guðmundur Erlingsson
         
varamaður stjórnar
Goði Már Guðbjörnsson
         
varamaður stjórnar

Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2010
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland
Email Marketing Powered by Mailchimp