Copy

Meira grænmeti? Já takk

Við Íslendingar erum ekki heimsmeistarar í ávaxta- og grænmetisneyslu. Í ljósi veðurfars og ræktunarskilyrða er eðlilegt að grænmeti hafi ekki orðið helsta uppistöðuhráefni í matarmenningu þjóðarinnar. En í dag hefur svo margt breyst, við eigum marga góða grænmetisbændur og úrval af innfluttu grænmeti er orðið stórgott. Því ætti ekkert nema gamlir vanar og skortur á hugmyndum að stöðva okkur. Gott fyrsta skref er einfaldlega að taka ákvörðun með sjálfum sér um að auka daglegan grænmetisskammt. Það má gera með ýmsum hætti og mig langar á næstu vikum að gauka að ykkur nokkrum uppskriftum sem gætu hjálpað til. 

Gangi ykkur vel með grænmetið og eigið yndislegan dag!
Kveðja 
Solla ¨*•.¸¸☼

Ps. í þessari viku er síðasti séns að kjósa í Best of Raw 2012, en ég er tilnefnd í flokkunum Simple chef og Gourmet chef.

Grænmeti sem millimál

Grænmeti getur verið ljúffengt millimál rétt eins og ávextir. Til dæmis er fljótlegt og fyrirhafnarlaust að borða kirsuberjatómata beint uppúr boxinu (namm!) eða gæða sér á stökkum og sætum gulrótum. Til að gera millibitann saðsamari er stórsnjallt að eiga góða ídýfu til í ísskápnum, t.d. hummus eða guacamole. Þá má skera niður allskonar grænmeti í fallega bita, t.d. papriku, spergilkál, blómkál, gúrku, gulrætur, rófur eða hvað sem þig eigið til og svo....dýfa! Ekki er verra að ídýfan innihaldi smá grænmeti sjálf, eins og þessar hér fyrir neðan! Ídýfurnar má líka nota sem kæfu á hrískex eða gróft brauð og þá er ljúffengt að skera niður tómata og paprikur til að setja ofaná. 

Kúrbíts hummus

1/2 stk kúrbítur, afhýddur
1/2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
1/2 msk tahini
2 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
1 stk hvítlauksrif
1/4 tsk cuminduft
1/4 tsk paprikuduft
1/4 tsk salt

Allt sett í matvinnsluvél og maukað þar til silkimjúkt og kekkjalaust. Geymist í viku í kæli.

Eggaldin kæfa

2 stk eggaldin
3 stk hvítlauksrif
1/2 dl safi úr sítrónu/límónu
3 msk tahini
2 msk zahtar - kryddblanda
1/2 tsk sjávarsalt
1/8 tsk chiliduft eða pipar
2 msk ólífuolía
2 msk söxuð steinselja/kóríander

Skerið eggaldinin í tvennt og bakið við 200°C í ofni í 40 mínútur eða þar til þau eru alveg bökuð. Setjið eggaldinin ásamt restinni af uppskriftinni í matvinnsluvél og maukið þar til alveg silkimjúkt. Geymist í 5-7 daga í ísskáp.

Lífsstíll og breytingaskeiðið 

Solla Eiríks og Þorbjörg Hafsteins

5. febrúar - örfá sæti laus

Við, himnesku gyðjurnar, erum tilbúnar að fletta ofan af reynslu okkar af breytingaskeiðinu - við erum jú einmitt á þessum aldri. Við fræðum ykkur um hormónana og það að takast á við breytingarskeiðið, elda mat sem gerir ykkur glaðar og fullar af orku. 

Skráning á events.glo.is

Hráfæðinámskeið Sollu

6. febrúar 2013 - örfá sæti laus

Frábært námskeið fyrir byrjendur í hráfæði. Á þessu námskeiði kenni ég ykkur matreiðsluaðferðina á bak við hráfæðið og að útbúa einfalda, fljótlega, holla og bragðgóða hráfæðirétti, ásamt girnilegum eftirréttum. Athugið að allir þessir réttir passa vel með kjöti, fiski og venjulegum grænmetismat - en standa líka einir og sér sem hin fullkomna hráfæðismáltíð.

Skráning á events.glo.is

Best of Raw 2012

Síðasti séns að kjósa í þessari viku ¨*•.¸¸☼
www.bestofrawfoods.com

NÆSTU ATBURÐIR

Lífsstíll og breytingaskeiðið

5. febrúar 2013

Hráfæðinámskeið Sollu

6. febrúar 2013

Þar sem netfangið þitt ragnhildur@gmail.com er skráð á póstlistann okkar færð þú fréttabréf Sollu sent til þín mánaðarlega. Smelltu hér ef þú vilt afskrá þig af póstlistanum.