Einhver vandamál við lesturinn? Smelltu hér til að opna í vafra (browser). 

VIÐ MINNUM Á AÐALFUND FK UM HELGINA

Aðalfundur Félags Kvikmyndagerðarmanna fyrir árið 2010 verður haldinn
laugardaginn

26. febrúar 2011 á efri hæð Iðnó við Tjörnina kl.16:00.

Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
1. skýrsla stjórnar
2. endurskoðaðir reikningar félagsins
3. lagabreytingar ef einhverjar eru
4. kosning stjórnar
5. kosning endurskoðenda
6. önnur mál
 

Vonumst við eftir að sjá sem flesta.
Þetta félag á að innihalda okkur öll sem höfum starfað í kvikmyndageiranum í meira en eitt ár.
Nýtum okkur þennan hatt til að sameinast undir og berjast fyrir okkar kjörum.

Verið er að vinna í að stofna kjaradeild FK og mun það mál einnig vera rætt á fundinum. Bindum við miklar vonir til þess að með því skrefi komi meiri alvara í okkar baráttu og við getum tryggt meira öryggi og faglega viðurkenningu á hinum ýmsu störfum innan kvikmyndabransans.

Á fundinn munu þeir Jakob Tryggvason formaður FTR, Guðmundur Gunnarsson formaður RSÍ og svo Halldór Oddsson lögfræðingur þeirra mæta og kynna fyrir okkur möguleika meira samstarfs í tengslum við kjaradeildina sem við erum að setja á laggirnar.

NORTHERN WAVE HÁTÍÐIN Í GRUNDARFIRÐI
Verður haldin 4-6.mars. 2011
Í ár verða veitt sértök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina (80.000 krónur) og besta íslenska tónlistarmyndbandið (40.000). Auk þess eru veitt 80.000 króna verðlaun fyrir bestu alþjóðlegu stuttmyndina. Kristín Jóhannesdóttir og Árni Ásgeirsson sitja í dómnefnd en dómnendin er enn ekki fullskipuð og er m.a. unnið að því að fá einn erlendan fagaðila til að koma og vera með fyrirlestur á hátiðinni.
Í kringum hundrað og áttatíu myndir voru sendar inn frá 30 löndum.
57 myndir frá 18 löndum voru valdnar !

 

SKILAFRESTUR Í NORDISK PANORAMA

Myndir kláraðar 2011: skila í síðasta lagi 15.Maí

Nordisk Panorama mun fara fram dagana 23. – 28. september 2011 í Árhúsum Danmörku. Stutt-og heimildamyndir framleiddar 2010-2011 teljast gjaldgengar séu þær:

  • Sjálfstæð framleiðsla
  • Norræn framleiðsla eða leikstýrt af norrænum leikstjóra
  • Textaðar á ensku eða til í enskri útgáfu

Umsóknum skal skila inn rafrænt og hægt er að fylla þær út hér. Frekari upplýsingar og reglugerðir má finna hér.

Heimasíða Nordisk Panorama.


BLÁA SKÝRSLAN
Ari Kristinsson formaður SÍK og Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður FK, voru fulltrúar kvikmyndagerðarinnar í vinnuhóp skýrslunnar sem var birt seint á síðasta ári síðan á vef Mennta og Menningarmálaráðuneytis. Þar er gerð úttekt á stöðu Íslenskrar Kvikmyndagerðar og hún borin saman við nágrannalöndin. Tekið er á stöðunni, samningum RÚV og fleiru í þessari skýrslu sem hefur verið í vinnslu í töluverðan tíma.
Hægt er að hlaða skýrslunni niður með því að
smella hér.

LUMAR ÞÚ Á EFNI Í FRÉTTABRÉF

Endilega sentu þá allar upplýsingar í pósti á varaformadur@filmmakers.is

FK Á FACEBOOK

Félag Kvikmyndargerðarmanna heldur uppi fésbókarsíðu sem inniheldur ýmsar fréttir, endilega skráðu þig og nýttu þér hana til að fylgjast með sem og koma þínum viðburðum á framfæri.

SÆKJA UM AÐILD AÐ FK

Félagar geta orðið þeir sem lokið hafa a.m.k. eins árs námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla, eða hafa sinnt skapandi eða sérhæfðum faglegum störfum við kvikmyndagerð í minnst 12 mánuði. Aðild að félaginu er bundin við einstaklinga.

UMSÓKN Í MENNINGARSJÓÐ

Menningarsjóðurinn úthlutar styrkjum eingöngu til einstaklinga sem eru félagar í FK og eru skuldlausir við félagið. Þarf minnst að hafa borgað tvenn ársgjöld.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til a sþ

STJÓRN FK 2010

Hrafnhildur Gunnarsdóttir
         
formaður
Anton Máni Svansson
         
varaformaður
Guðbergur Davíðsson
         
gjaldkeri
Júlía Embla Katrínardóttir
         
stjórnarmaður
Sigurbjörn Búi Baldvinsson
         
stjórnarmaður
Anna Þóra Steinþórsdóttir
         
stjórnarmaður
Arnar Marrow Einarsson
         
stjórnarmaður
Guðmundur Erlingsson
         
varamaður stjórnar
Stefanía Thors
         
varamaður stjórnar

Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2010
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland
Email Marketing Powered by Mailchimp