Einhver vandamál við lesturinn? Smelltu hér til að opna í vafra (browser). 


KVIKMYNDASKÓLINN ENN Í ÓVISSU

"Í ljósi þeirra deilna sem hafa staðið yfir mánuðum saman ákváðu þrír starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands að senda frá sér sáttatillögu sem var stimpluð á stjórn skólans og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Stjórn skólans lýsti yfir áhuga á viðræðum en engin viðbrögð bárust frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Tillögurnar voru því ítrekaðar og óskað eftir viðbrögðum símleiðis. Starfsmönnum var tjáð að allir starfskraftar mennta- og menningarmálaráðuneytisins væru uppteknir en haft yrði samband og hringt tilbaka innan skamms. Það var því miður ekki gert.

Starfsmenn Kvikmyndaskólans sendu því aðra yfirlýsingu frá sér
2. september og buðu bæði stjórn Kvikmyndaskóla Íslands og fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins á sáttafund sem halda átti í dag, 6. september, klukkan 14:00. Enginn fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins sá sér fært að mæta.

Í dag eru 140 nemendur í algjörri óvissu sem og 50 starfsmenn skólans. Svo virðist sem þetta angri ekki þá sem sitja í mennta- og menningarmálaráðuneytinu en hjá okkur ríkir neyðarástand. Okkur þætti því vænt um að þið sem vinnið fyrir okkur og í þágu landsins, hunsið okkur ekki. Hver einasti dagur sem líður skiptir máli."

Undirritaðir hvetja til sátta,
Óskar Örn Arnarson
Sigurður Kr. Ómarsson
Sindri Þórarinsson

Hér má hlaða niður sáttatillögu starfsmanna !

DOCXCHANGE FORUM FRESTUR TIL 9.SEPT

Nordisk Panorama 2011, fram fer í Árhúsum í Danmörku dagana 23. – 28. september. Alls voru 67 myndir valdar í keppni í ár og af þeim eru sjö frá Íslandi.

Nú er enn opinn gluggi fyrir þig til að sjá þar hvað er að gerast í gagnvirkri heimildamyndagerð. DocXchange Forum verður haldið þann 28.september næstkomandi. Nánari upplýsingar eru að finna hér.
Nánari upplýsingar eru einnig á heimasíðunni - smellið hér


IDFA HÁTÍÐIN - MARKAÐUR MEÐ FREST TIL 15.SEPTEMBER

Heimildamyndahátíðin IDFA fer fram í 24. sinn í Amsterdam dagana
16. – 27. nóvember. Í tengslum við hátíðina verður haldinn markaður fyrir heimildamyndir. 
Frestur til að sækja um þátttöku er 15. september fyrir markaðinn.

Frekari upplýsingar um markaðinn má nálgast hérna.

BERLINALE TALENT CAMPUS - OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

Berlinale Talent Campus fer fram í 10. sinn dagana 11. – 16. febrúar 2012, samhliða kvikmyndahátíðinni í Berlín. Vinnustofan er ætluð kvikmyndagerðarmönnum sem eru stíga sín fyrstu skref í kvikmyndageiranum og hafa áhuga á að læra af virtum sérfræðingum og efla alþjóðlegt tengslanet sitt. Umsóknarfrestur um þátttöku rennur út
5. október 2011.

Þema vinnustofunnar verður „breytileg sjónarhorn“ (e. changing perspectives). Gjaldgengir eru kvikmyndagerðarmenn* sem eru að hefja vegferð sína í geiranum og nemendur sem eru langt komnir í námi í kvikmyndafræði.

Hægt er að sækja um þátttöku á Berlinale Talent Campus 2012 hér.

*Vinnustofan er ætluð eftirfarandi fagaðilum innan kvikmyndageirans: Leikurum, kvikmyndatökumönnum, leikstjórum, dreifingaraðilum, klippurum, gagnrýnendum, framleiðendum, leikmyndahönnuðum, handritshöfundum, hljóðhönnuðum og tónskáldum.

RÁÐSTEFNA UM SKAPANDI GREINAR OG TÆKIFÆRIN Í NETHEIMUM
 
Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control verður haldin í fimmta sinn dagana 10. – 12. október í Hörpu. 
 
Af gefnu tilefni er sérstakur afsláttur veittur fyrir einyrkja/einstaklinga sem vinna við skapandi greinar og fá þeir miða á ráðstefnuna á hálfvirði og borga þar með 10.000 krónur fyrir miðann. Til þess að nýta þetta tilboð er hægt að hafa samband við Bryndísi hjá You Are In Control og þar sem þessir miðar eru í takmörkuðu upplagi og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
 
It fuses creative industries. There are people here from all over: film, music, fashion, art, design, advertising. We all need inspiration and we can inspire each other. Our worlds are coming together.”
-Panos Panay, Sonicbids (US)
---°---
 
YAIC er framsækin ráðstefna og vinnusmiðjur þar sem leitast er við að varpa ljósi á ný viðskiptamódel í skapandi greinum á tímum stafrænnar byltingar. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að koma á alþjóðlegu tengslaneti og skapa þekkingarbanka á Íslandi um stafræn viðskipti og markaðssetningu í skapandi greinum. Markmiðið er að ýta undir aukna samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í þessum geira atvinnulífsins á alþjóðlegum vettvangi.
 
Miðasala á ráðstefnuna:
 
Almenn miðasala á  YAIC 2011 hófst með sérstöku tilboði sem stendur til 5. september og því fer hver að verða síðastur að tryggja sér það. Tilboðsverð er 20.000 krónur en 5. september hækkar miðaverð í 30.000 krónur.
 
Í ár mun YAIC fara fram í sömu viku og Iceland Airwavesog af því tilefni hafa skipuleggjendur viðburðanna sett saman sérstakt pakkatilboð þar sem aðgangur fæst á báða viðburði fyrir einungis 25.000 kr. Þessir miðar eru til í takmörkuðu upplagi svo þar gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
 
Miða á YAIC og pakkatilboðið á YAIC & IA má nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar.
 
Auk þess býður YAIC fyrirtækjum sem vilja senda þrjá aðila á ráðstefnuna að fá þriðja miðann á hálfvirði. Þau fyrirtæki sem óska eftir að senda fleiri en þrjá þátttakendur á ráðstefnuna geta haft samband við Bryndísi hjá You Are In Control til að óska eftir tilboði.
 
Staðfestir fyrirlesarar og erlendir gestir:
 
Tilman Scheel (DE), stofnandi og framkvæmdastjóri Reelport GmbH sem er vettvangur á netinu til að senda inn myndir til sýninga á kvikmyndahátíðir eins og Oberhausen og Tampere. Frá stofnun fyrirtækisins árið 2005 hafa fleiri en 21.000 kvikmyndagerðarmenn og fyrirtæki sett inn 28.000 kvikmyndir og þannig sótt um að þær verði teknar til sýninga á rúmlega 70 hátíðum, meðal annars Marché du Film, Cannes og The Tallinn Black Night Film Market. Tilman stofnaði einnig Europe´s Finest sem hefur keypt Evrópuréttinn á yfir 70 klassískum kvikmyndum, fært þær á stafrænt 2k DCI form og sýnt þær í hundruðum kvikmyndahúsa í 16 löndum í Evrópu.
 
Staci Slater (US), eigandi Talent House Inc. Staci hefur mikla reynslu af leyfismálum tónlistar fyrir kvikmyndir og sjónvarp og mun stýra vinnustofu um þessi mál þar sem
þátttakendur fá innsýn inn hvernig koma má tónlist sinni á framfæri á þessu sviði.
 
Ralph Simon, (US) einn af höfundum nútíma farsímaafþreyingariðnaðarins. Í yfir 15 ár hefur hann verið frumkvöðull í farsímageiranum og átt mikinn þátt í vexti hans og því veigamikla hlutverki sem farsíminn gegnir í dag. Ralph er framkvæmdastjóri Mobilium International, en fyrirtækið veitir ráðgjöf á sviði farsímaþjónustu- og tækni til aðila í tónlistar- og skemmtanaiðnaðinum, alþjóðlegra símafyrirtækja, fjölmiðla, vörumerkja, vöruframleiðenda, auglýsingastofa og heimsþekkts tónlistarfólks, m.a. Lady Gaga, U2 og Madonnu. Ralph er einnig stofnandi og fyrrum stjórnarformaður Mobile Entertainment Forum - Americas (MEF) og er af mörgum betur þekktur sem “faðir hringitónsins” þar sem hann stofnaði fyrsta hringitónafyrirtækið í heiminum fyrir um 13 árum síðan.
 
Iain Forsyth og Jane Pollard(UK), brautryðjendur í stafrænni markaðssetningu á tónlist. Jane sér um stefnumótun hjá Beggars Group, stærsta samansafn sjálfstæðra útgáfufyrirtækja í Bretlandi og hefur unnið að kynningarmálum fyrir hljómsveitir eins og Radiohead, The White Stripes, Adele og Pixies. Iain vann sem yfirmaður vefmála hjá útgáfufyrirtækinu Mute í yfir 10 ár, meðal annars á meðan fyrirtækið heyrði undir EMI, og hefur unnið með nafntoguðum hljómsveitum á borð við Depeche Mode, Goldfrapp og Moby. Iain og Jane eru virtir myndlistarmenn en verk þeirra skarast gjarnan á við tónlist og hafa falið í sér samstarf  við t.d. J. Spaceman (Spiritualized), Plan B og Scanner. Hér má skoða heimasíðuþeirra.
 
Robert Levine(US), fyrrum ritstjóri Billboard og fréttastjóri hjá New York Magazine og Wired. Einnig hefur hann skrifað greinar fyrir Vanity Fair, Rolling Stone og menningar- og viðskiptahluta New York Times. Levine er með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði frá Brandeis og M.S.J.-gráðu frá Medill School of Journalism í Northwestern háskólanum. Þessa dagana starfar hann bæði í Berlín og New York við skriftir um skapandi greinar. Fyrsta bók Levins kemur út í október en hún nefnist Free Ride: How the Internet is Destroying the Culture Business and How the Culture Business Can Fight Back og hefur þegar vakið mikla athygli.
 
Mathias Klang (SE), verkefnastjóri Creative Commons í Svíþjóð og fræðimaður og kennari í Háskólanum í Gautaborg. Mathias rannsakar löglega upplýsingatækni (legal informatics) með áherslu á höfundarrétt, tjáningu á veraldarvefnum, stafræn réttindi og reglugerðir. Þessa dagana fæst hann við rannsóknir á þessum sviðum út frá samfélagsmiðlum. Hann heldur reglulega fyrirlestra og er öflugur greinahöfundur. Mathias bloggar á síðunni digital-rights.net.
 
Skipuleggjendur YAIC 2011
YAIC er samstarfsverkefni skapandi greina á Íslandi. Ráðstefnan er í eigu Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistarKvikmyndamiðstöðvar Íslands, Tónverkamiðstöðvar Íslands, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Bókmenntasjóðs, Leiklistarsambands Íslands, Hönnunarmiðstöðvar og IGI (Icelandic Gaming Industry) en Íslandsstofa er helsti stuðningsaðili hennar. 
 
Fyrir nánari upplýsingar um You Are In Control:
 
Bryndís Hjálmarsdóttir
bryndis@youareincontrol.is                                                               www.youareincontrol.is
Kynningarfulltrúi                                                                 facebook.com/youareincontrol
Sími: 571 5660 / 865 2633
twitter.com/youareincontrol

ICELANDIC CINEMA ONLINE VEFURINN !
Framleiðendur og aðrir rétthafar íslensks kvikmyndaefnis eru hvattir til að hafa samband hafi þeir áhuga að koma kvikmyndaefni sínu á framfæri á vefnum. 

Vefurinn býður upp á aðgengi að íslensku kvikmyndaefni hér á landi sem og erlendis. Stefnan er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af  kvikmyndum,  heimildarmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og  öðru kvikmyndatengdu efni frá Íslandi.  
Icelandic Cinema Online
Gríðaleg aukning er í eftirspurn eftir kvikmyndaefni á netinu og mikilvægt að íslenskir framleiðendur  og kvikmyndagerðarfólki nýti sér þau tækifæri sem netið hefur upp á að bjóða.

Til að koma efni þínu á framfæri, vinsamlegast hafðu samband við Sunnu í síma 6930995 eða með því að senda henni mail á sunna@icelandiccinema.com.
Icelandic Cinema Online á Facebook 
Icelandic Cinema Onine á vefnum
Bíó Paradís er nú að hefja sitt annað starfsár. Ný aðgangskort hafa tekið gildi og bjóða uppá allt að 35% afslátt af fullu miðaverði. 15% afsláttur af öllum kortum til 15.september !
Vertu fastagestur í Bíó Paradís !

Dagskrá mánaðarins má finna með því að smella hér.

Í Bíó Paradís er einnig að finna veitingahús og verslun með 
mynddiska og annan kvikmyndatengdan varning.

Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. 
Bíó Paradís á facebook.
Bíó Paradís á vefnum


LUMAR ÞÚ Á EFNI Í FRÉTTABRÉF

Endilega sentu þá allar upplýsingar í pósti 
á filmmakers@filmmakers.is

FK Á FACEBOOK

Félag Kvikmyndargerðarmanna heldur uppi fésbókarsíðu sem inniheldur ýmsar fréttir, endilega skráðu þig og nýttu þér hana til að fylgjast með sem og koma þínum viðburðum á framfæri.

SÆKJA UM AÐILD AÐ FK

Félagar geta orðið þeir sem lokið hafa a.m.k. eins árs námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla, eða hafa sinnt skapandi eða sérhæfðum faglegum störfum við kvikmyndagerð í minnst 12 mánuði. Aðild að félaginu er bundin við einstaklinga.

UMSÓKN Í MENNINGARSJÓÐ

Menningarsjóðurinn úthlutar styrkjum eingöngu til einstaklinga sem eru félagar í FK og eru skuldlausir við félagið. Þarf minnst að hafa borgað tvenn ársgjöld.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til a sþ

STJÓRN FK 2011

Hrafnhildur Gunnarsdóttir
         
formaður
Stefanía Thors
         
varaformaður
Guðbergur Davíðsson
         
gjaldkeri
Anna Þóra Steinþórsdóttir
          
ritari
Anton Máni Svansson
         
stjórnarmaður
Arnar Marrow Einarsson
         
stjórnarmaður
Júlía Embla Katrínardóttir
         
stjórnarmaður
Guðmundur Erlingsson
         
varamaður stjórnar
Goði Már Guðbjörnsson
         
varamaður stjórnar

Our mailing address is:
www.filmmakers.is - filmmakers@filmmakers.is - Copyright (C) 2010
Félag Kvikmyndagerðarmanna / The Icelandic Filmmakers Association - Hverfisgata 54 - 101 RVK - Iceland
Email Marketing Powered by Mailchimp